mánudagur, 9. desember 2013

Andlits maski - uppskrift



Það er eiginlega alltaf sama sagan með mig.

Mig langar í dekur, í maska, plokk og lit, og slökun og manni finnst þetta allt svo langt í burtu!


Ég og systir mín höfum tekið okkur til þegar að okkur vantar dekur og enginn er „nógu góður að gefa manni dekur“ (tuðarar)
Svo að við höfum tekið frá góða kvöldstund saman, hrært í heimatúlbúna maska og augabrúnalit og plokkað hvor aðra og litað.
Enda skemmtileg stund til þess að eyða með vinkonum sínum.

Það er til fullt af heimatilbúnum uppskriftum á netinu bæði á ensku og íslensku. Það er mjög auðveldlega hægt að nálgast uppskriftirnar og auðveldlega hægt að dekra við sig sjálfur!
Nóg er úrvalið fyrir allar húðtýpur1

Mæli með því fyrir allar konur (og menn) og þá sérstaklega núna í Desember mánuðinn. Að þegar búið er að svæfa börnin að fara í góða sturtu, hreinsa andlitið og skella maska á andlitið og njóta kvöldsins.
Núna þegar að snjórinn er kominn að þá verður húðin á okkur flestum og þá sérstaklega í Reykjavík alveg ömurleg!
Sem er nú ekki skrýtið þar sem það er búið að skella tonn af salti á göturnar og það hefur áhrifa á húðina.
Svo ekki sé minnst á allt stressið, kökurnar og sykurinn sem að fer svo svo illa í húðina.

Hér er uppskrift af maska sem ég skellti í fyrir sjálfa mig

Andlitsmaski með kakói og kaffi
Þessi andlitsmaski hentar vel fyrir venjulega eða feita húð, því mjólkin er mild og kaffið styrkjandi.

4 msk fínmalað kaffi
4 msk kakóduft
8 msk nýmjólk eða rjómi

Blandið saman kaffi og kakói. Bætið mjólkinni við þar til blandan líkist helst búðingi. Ég notaði handþeytara. Dreifið á andlit og háls en setjið ekki nálægt augum eða munni. Bíðið í 15 mínútur og skolið svo af með heitu vatni.
 
 

 

 

Þegar maskinn er tekin af eftir 15-20 mínútur er nóg að bleita þvottapoka með volgu vatni og strjúka yfir andlitið og bera svo eitthvað gott krem á andlitið.
Þú munt finna mun á húðinni á næstu dögum. Þetta er oft lygilegt!

 

Gleðilegann Mánudag!

laugardagur, 7. desember 2013

Vesturferð, pósunámskeið og Jólin!!!

Jæja og úff er búin að vera með ritstíflu og ekki dottið neitt sniðugt í hug að skrifa.
Ég var að koma að vestan í dag en ég fékk alveg langþráð frí til þess að njóta aðeins með fjölskyldunni. Tók með mér skærin og liti svo að það var nóg að gera.
Ég komst ekki vestur á þriðjudeginum eins og ég ætlaði en fékk klukkutíma útsýnisiflug um Reykjanesið á vestfjörðum áður en flugvélin sneri við aftur til Reykjavíkur!
En fór á miðvikudaginn og kom aftur heim í dag (Laugardag).
Ég og Jóhann Norðfjörð þjálfarinn minn vorum að plana næstu mót og erum alla vega komin með 1 mót á planið og það er Evrópumótið í Santa Susanna 15-18. Maí 2014 :)
Svo undirbúningur er að fara á fullt flug :) jeij!!
En Herra Norðfjörð er komin með like síðu!!
 Ég og Margrét Gnarr töluðum endalaust um þetta litla lið okkar fyrir HM í Úkraínu og töluðum óspart um Team Nordfjord og nú er litla teamið orðið stórt og umfangsmikið :)
Ég og Margrét Gnarr höfum einnig ákveðið að halda pósu workshop saman fyrir Íslandsmótið hér heima og verður þetta stórt og ofboðslega flott. Ég og Magga erum soldið svona reglugerða nördar og verðum að hafa það alveg á hreinu hvað má og hvað ekki og höfum æft pósurnar hjá okkur sjálfum út frá reglum IFBB og komum til með að miðla
reynslunni okkar áfram :)
EN nú líður að jólum! Aðeins 17 dagar!
og þá óma spurningarnar alltaf hreint  "Hvað langar þér í?" "Hvað vantar þig?" 
Mig í rauninni eins og alltaf langar bara í eitthvað frá hjartanu.
Ég er ekki hálfnuð með jólagjafirnar og hef allan tíma í heiminum núna þar sem ég er í jólafríi og kem svo litlu í verk! ætli það endi ekki með því
að ég fari korter í jól að versla jólagjafir!


Jólin eru tími smákaka, saltað kjöts, endalausra matarboða og JÓLAÖLS!
Það er akkurat tíminn fyrir að gæta hófs
Ekki þamba of mikið jólaöl og passa sig á saltaða kjötinu og rjómasósunum.
ohh eins og það hljómar allt guðdómlega að þá vill maður ekki koma rúllani að brettinu svo alls ekki hætta að fara í ræktina í Desember!
Ég segi það alltaf... Farðu samviskubits laus í matarboðin að troða þig út og mættu í ræktina yfir hátíðirnar ;)

Þangað til næst
Pease out ;)