Dagurinn í dag hefur verið alveg
ofboðslega annasamur en samt sem áður alveg ofboðslega góður líka!
Ég byrjaði daginn klukkann 6:15 og
tók góða 40 mín brennslu í world class Egilshöll. Skundaði svo heim í sturtu og
byrjaði vinnu daginn snemma. Ég er mjög heppin með það að vera að vinna sem
sölumaður og er á rúntinum allann daginn svo að ég get skottast við þar sem ég
þarf að fara.
Um hálf 10 fór ég til hans Magna á
Kírópraktorstofu Íslands. En það er alveg hreint lygilegt hversu mikinn mun ég
finn á líkamanum á mér og er að verða eymslalaus. Svo ekki sé minnst á hvað það
hefur haft góð áhrif á pósurnar hjá mér þar sem hann er búinn að losa vel um
mjóbakið á mér og mjaðmirnar.
Ég kom einnig við í Altis í
hafnarfirði til þess að dressa mig upp fyrir ferðalagið til Santa Susanna. En
þar sem að við erum að fara að ferðast í um 12 tíma og þurfum að taka 2 flug og
keyra smá að þá vill ég vera við öllu búin. Ég á nefnilega mjög auðvelt með að
vatnast upp. Svo að ég fékk mér eitt stykki Recharge galla til þess að ferðast
í.
Ofurmenna búningurinn minn! |
Mér finnst hann nú alveg mega töff þó
svo þetta sé kalla gallinn en hann er úr þunnu
mjög þægilegu efni sem að andar vel í gegn. Er með eitthvað svona odour
free efni þannig að þó svo að þú svitnir að þá kemur ekki mikil svitalykt af
þér.
Hér er smá lýsing sem ég fann um
notagildi gallans
"When you train
or compete, your muscle fibers get damaged. That's why you're sore.Then, water
invades your muscles as they heal. That's why you swell. But water actually
slows the process. Recharge targets muscles, pushes the water out, and enables
your muscles to mend faster.
How do we know? We tested it. Dr. William Kraemer led a study pitting Recharge against loose garments. After performing hardcore strength & conditioning workouts, college athletes wore Recharge vs. the loose stuff for 24 hours. Dr. Kraemer's team ran a battery of tests on the athletes, and the results were clear: Recharge makes you feel better, stronger, and more energized. The loose stuff doesn't.
For best results, put RECHARGE® on after your post-game/workout shower & wear for 24 hours. Results may vary between athletes. "
How do we know? We tested it. Dr. William Kraemer led a study pitting Recharge against loose garments. After performing hardcore strength & conditioning workouts, college athletes wore Recharge vs. the loose stuff for 24 hours. Dr. Kraemer's team ran a battery of tests on the athletes, and the results were clear: Recharge makes you feel better, stronger, and more energized. The loose stuff doesn't.
For best results, put RECHARGE® on after your post-game/workout shower & wear for 24 hours. Results may vary between athletes. "
Gallinn semsagt er það þröngur að
hann er að veita ákveðið aðhald að vöðvunum til þess að þeir safni ekki vatni
og þú vatnast ekki. Hann er ætlaður til notkunar við og eftir æfingar til þess
að flýta fyrir recovery tíma vöðvanna.
Svo að ég ætla að nýta mér þennann
galla á meðan ég er að ferðast til þess að forðast vökvasöfnun en ég vatnast
auðveldlega. Ég hafði einnig hugsað mér jafnvel að sofa í honum nóttina fyrir
mót :) Better safe then sorry.
Ég hef verið að reyna að finna aðra
keppendur sem verða með mér í flokki en ég er svo akkurat á milli flokka þar
sem mörkin standa á milli 169cm og ég mældist 169,1 á íslandsmótinu. En þegar
að ég keppti á HM þá voru þeir með hæðarmælingardót sem var ekki með neitt sem
afmarkaði hvar ég átti að hafa hælana og þar var ég 168cm. Svo að ég býst við
að vera þeim neðri. Semsagt þarnæsthæsta flokknum :P (2 flokkar fyrir ofan
mig.)
En ég fór líka í Hárlengingar.is
Fékk hárlengingar mínar aftur! hætt að líða eins og Grýlu og orðin prinsessa aftur :)
En svo fer ég í litun hjá Kristínu á ZOO.is á morgun þar sem við klárum loka litinn og lookið sem ég er að sækjast eftir :)
Er svo þakklát að hafa svona mikla fagmenn að vinna að þessu með mér! Ég hef alltaf átt mjög bágt með að treysta öðrum fyrir hárinu á mér og guð hvað það er gott að hafa loksins fundið eitthverja sem að ég get treyst :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli