Wow long time no blogg!
Eins og ég hef alltaf sagt „If you
fail to plan, you plan to fail“ sem á svo mikið við um fitness og matarræði. Um
leið og ég gleymi að „preppa“ matinn og skipuleggja mig þá fara sora hugsanir
að streyma inn. „oh nenni ekki að elda hvar get ég farið út að borða“ „hvað get
ég pantað heim“ og álíka rugl!
Þegar að ég preppa matinn þá forðast
ég yfirleitt að vera búin að elda slatta af kjúllabringum sem að verða ornar
frekar þurrar og ógeðslegar þegar maður er komin á síðasta skammt. EN þegar ég
geri kjúklingahakk að þá verður það ekki þannig! Ég ætla að deila með
ykkur hvað ég fæ mér stundum í hádeginu.
Súper auðvelt og fljótlegt sérstaklega ef maður hefur undirbúið sig.
Kjúklingahakk!
Ég gerði bara lítinn skammt núna en dugar fyrir tvo
2x kjúklingabringur
2x hvítlauksgeirar
1cm af blaðlauk
Pínu biti engifer
1 msk olía
Chilli krydd eftir smekk
Hvítlaukur, blaðlaukur, engifer og olía sett fyrst i matvinnsluvél og tætt saman.
Síðast er sett kjúklinginn (skera í bita) saman í og chilli krydd og látið á lægstu stillingu þangað til þetta er allt næstum því orðið að mauki.
Pam skellt á heita pönnu og kjúklingahakkið steikt.
Þegar ég undirbý sætu kartöflurnar mínar þá sker ég þær í smáa teninga til þess að plata hugann... Því ef að ég sker í stórar sneiðar og skammta mér svo á diskinn þá hugsa ég ohh þetta er svo lítið. En ef ég er með marga litla teninga í haug á disknum sem er nú samt í sömu þyngd að þá finnst manni maður fá meira :)
Ég nota líka alltaf Russel Hobbs gufusuðu tækið mitt til þess að elda grænmetið og fiskinn minn... Með því helst miklu meira af næringarefnunum í matnum!
Svo helst þetta svo vel í ísskápnum. Hakkið og sætu get ég bara dreift yfir smá salat og voila! gourme máltíð!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli