Nammidagur!!
Svindl dagurinn er kominn!
Mér finnst alveg
ofboðslega gaman að baka og elda eitthvað gott og hefur mér yfirleitt fundist
það erfiðast í niðurskurðinum að geta ekki bakað alltaf þegar að ég vill. EN í
dag skellti ég í eina low fat hnetusmjörs smákökur sem eru aðeins 25 kaloríur
hver kaka!
Ef þetta er ekki
fullkomnun á köldum sunnudags morgni þá veit ég ekki hvað! En hér er uppskriftin
5msk kókoshveiti
1 og hálf msk sukrin
1x tsk kakó
1/8 tsk lyftiduft
Pínu salt (má sleppa)
4 msk hnetusmjör
5 msk möndlumjólk
45 gr sykurlaust súkkulaði
Öllu blandað saman með
gafli og súkkulaði síðast bætt við.
Ég myndi helst vilja borða
deigið beint uppúr skálinni það er svo gott
yummy yummy!
En Mér finnst kökurnar
líka koma best út þegar deigið er frekar blautt. Svo er sett í sirka 10-12
klatta á bökunarpappír og bakað
150°c í 12-15 mínútur
Njótið svo með vænum
kaffibolla
Kósý kveðja Karen Lind
NammNamm! Takk fyrir þetta Karen, ætla að prófa næsta nammidag :)
SvaraEyða