Síðasta vikan fyrir mót
Ég get nú sagt að þetta hafi verið algjör lúxus vika svona rétt fyrir mótið
stressið og ofur spenningur hafa ekki enn litið við hjá mér en ég hel að það sé að hluta til það sem það er allt svo fullkomlega að smella saman á svo fullkomnum tíma.
Svona loka touchið fyrir útlits undirbúningin er
Tannhvítun hjá Stjörnubros tannhvítun
Á föstudaginn seinasta skellt ég mér í hárlengingar hjá Hárlengingar.is
En mig vantar svo mikið uppá þykktina í hárinu á mér til þess að ég geti verið ánægð með krullurnar uppá sviði. Þar fyrir utan er svo gríðarlegur hiti frá kösturunum á sviðinu út
að mann líður eins og hárið sé orðið að pönnuköku á sviðinu.
Það ætla ég ekki að brenna mig á aftur og er komin með fallegt þykkt og sítt hár :)
Ekkert smá ánægð með flotta hárið mitt :)
EN til þess að fullkomna bouncy lookið og áferðina á hárinu kom ég við hjá henni yndislegu Kristínu á Höfuðlausnum og keypti mér Philip B. hárvörur!
Ég er svo ástfangin af þessum vörum og kem ekki hárinu úr höndunum og frá andlitinu á mér þegar ég hef notað þær í hárið. Áferðin á hárinu verður svo geggjuð eftir
að maður hefur notað vörurnar og lyktin GUÐDÓMLEG!
Á hreinlega eftir að svífa um á bleiku glimmer skýi inná sviðið í Madríd! :)
kíktu á like síðuna hjá þeim Philip B. Iceland
Þú getur einnig skoðað vörurnar inná þessari síðu Philip B.
Ég var sko ekki hætt þarna!
Þá voru eftir keppnis neglurnar mínar! En ég fer alltaf til sömu í neglur.
Mér finnst mikilvægt að þegar að ég fæ mér neglur að þær séu vel gerðar, endingargóðar og
sterkar. ´Seinast liðin 2 ár hef ég alltaf farið til Akríl neglur og augnhár Guggu
og hef ég alltaf gengið hæstánægð út frá henni :)
Ég ákvað að taka svolítið villta ákvörðun og prufa stilletto stílinn!
En ég er rosalega vanaföst svo þetta var villt ferð fyrir mig!
En ég varð svona líka fín og flott og hefur aldrei liðið jafn "kvennleg" um hendurnar :)
Liturinn blekkir smá á myndinni en þetta er svona laxabeikur með glimmer rönd :)
Svo er loka dekrið algjörlega í mínum höndum.
Er búin að vaxa og móta brúnirnar, skrúbba á mér húðina annann hvern dag
og svo er það bara brúnku meðferðirnar góðu
Ég nota alltaf brazilian tan og Jan Tana - Hi definition
hef einnig ákveðið að fela tattooin mín á mótunum út með Jan Tana tattoo cover.
Better safe then sorry segi ég nú alltaf. En það er ekkert í reglum IFBB sem bannað tattoo
heldur er þetta bara persónubundið hjá dómurunum.
Svo ég ætla ekki að taka neina sénsa :) líka gaman að sjá alltí einu "hreint" bekið og fá að sjá vöðvanna án þess að tattooið sé fyrir :)
Svo er það flug og er mætin um 4 í nótt :)
Ég mun ferðast með mínu fríða föruneyti Team Norðfjörð
En það er ég (Thompson) Mr.Norðfjörð þjálfarinn minn og miss. Gnarr (besti Roomie)
Mun örugglega koma með ferðasögu blogg en það er alltaf svo gaman að fljúga með
Wow air! kom mér virkilega á óvart hvað þetta er skemmilegt og "líbó" flugfélag.
Maður finnur virkilega fyrir persónulegri þjónustu
og starfsfólkið er ekki eins og vélmenni :)
Yfir og út! næsta blogg kemur frá Madríd í sólinni!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli