miðvikudagur, 23. október 2013

yfirferð yfir farin tíma

Jæja þá er dagskráin fyrir Bikarmót IFBB komin upp
Það er komin spenna í liðið enda 25-26 dagar í setta daga og maður er farin að sjá formið á liðinu umbreytast svo um munar. Mér sjálfri þykir alltaf lokaspretturinn lang skemmilegastur þar sem manni finnst maður sjá mesta muninn og frammfarirnar hjá manni sjálfum. Hver kannast ekki við það hvort sem að einstaklingur sé í megrun eða niðurskurði að finnast maður vera staðnaður og vatnaður! Og ekkert að ganga! En síðustu 2-3 vikurnar eru skoh að gefa!

Ég er búin að vera gífurlega vötnuð eftir syndina góðu sem að ég tók mér eftir Arnoldinn. Enda voru þar á ferð ýmist gúmmelaði eins og Ben&Jerrys, súkkulaði og ristað brauð (elska ristað brauð og var að fá mér 2x sneiðar!). Það voru nú bara 3-4 dagar en svo var það hardcore rútínan aftur. Finnst samt eins og ég sé fyrst núna í þessari viku að ná vökvanum af mér aftur :P
Þetta er lang erfiðasti tíminn finnst mér. Þar sem maður er búin að sjá hvernig formið manns er og búin að „prufu keyra“ það á móti og maður er faktískt tilbúin nema hvað að maður verður að bíða! Og viðhalda og lagfæra kannski svona nokkra punkta en þetta er erfitt.
En núna er líka kveiknað á keppnis skrímslinu! Mig langar að taka þátt á fleiri mótum helgi eftir helgi! Mig dreymir um mótin sem ég er búin að fresta og hef ákveðið að fara ekki á. EN þau verða að bíða betri tíma. Líkaminn er orðinn þreyttur og mig vantar mína hvíld.
Nú er ég búin að keppa á 7 mótum síðan páskana 2012 og er 8. Í nóv. Á þessum mótum hef er 3x verið 1.sæti 4sæti á Loaded cup, 13.sæti AcE 2012 og 12.sæti HM 2013 og svo loksins 2.sæti á Ace 2013.
Enda er þreytan farin að segja til sín. Líkaminn er farinn að fara hægar niður og tilfinningin um stöðnun er mun sterkari. Svo að það verður tekin smá pása eftir Bikarmótið J
Hér eru myndir frá mótunum sem ég hef tekið þátt á í réttri röð og má sjá muninn á forminu hverju sinni 











 Annars er bara tilhlökkun í gangi hér!








Engin ummæli:

Skrifa ummæli