Stríðsmaður með skottið milli lappanna!
Mig
hefur alltaf langað til þess að vera góð í spinning og öllum þessum hópa þrek
tímum sem að eru í gangi!
Því
miður er rauninn bara ekki sú. Á nokkra mánaða fresti fæ ég þá dellu í mig að
mæta í spinning tíma. Mér líður eins og stríðsmanni á vígvellinum þegar að ég
mæti á svæðið, alveg grjóthörð og ætla að sigra heiminn. Stríðsmaðurinn ég fór
í hádegis HIIT spinning í dag og mætti gallvösk á svæðið og tilbúin í slaginn.
Eftir sirka 7 mínútur var ég komin með blóðbragð í munninn! Eftir kannski 15-20
mínútur var ég sterklega farin að íhuga að yfirgefa sríðsvöllinn en leit þá í
kringum mig og sá allar húsmæður og feður og meira að segja 1 stykki örugglega
Ömmu og Afa í hrikalegum anda alveg á miljón og blésu ekki úr nös!
Svo
að ég hélt áfram í horninu mínu vonandi að þessir jálkar færu ekki að horfa á
ungu dömuna sem er nú margfaldur meistari í fitness vera að kafna í horninu.
En mikið ofboðslega verður maður alltaf stoltur af sér þegar maður gengur út og
kláraði tímann!.... Verð nú að viðurkenna það að ég er með áreynslu astma svona
til þess að halda smá virðingu eftir :P
En djöfull eiga margir hrós skilið fyrir að vera algjör villidýr í þessum tímum!
Ég dáist af spinnurum og lít upp til þeirra J
Skemmtilegur tími í dag og alltaf gaman að gera eitthvað krefjandi
kveðja Anti spinnarinn!
sjjiiii hvað ég er svo sammála þér... ég get ekki spinning í 5 mínútur! :/
SvaraEyðaKv. Ágústa Íris