Karen Lind Richardsdóttir
If you fail to plan, you plan to fail
Þetta hefur verið mitt mottó í langann tíma. Ég það þó til að
svíkja mitt eigið mottó en þá fer líka allt í vaskinn hjá mér. Ég hefði ekki
getað gert mér það í hug hversu erfitt væri að samtvinna skólastarfi við fitness
undirbúning og keppnir hjá mér. Mottóið mitt fór eitthvað framhjá mér í byrjun
skólastarfs þar sem ég var fyrst og fremst að einbeita mér fyrir
Heimsmeistaramótið en á endanum var allt komið í rugl.
Nú hef ég ofur planað allt fyrir bæði námið og ferðina mína út
á Arnold classic úti í Madríd en þetta verður í annað sinn sem ég tek þátt þar J Ég mun fara út með mínu fríða föruneyti.
Þjálfaranum mínum Jóhann Norðfjörð (er orðin handalaus án hans!) og Margréti
Gnarr (best roomie ever).
Hlakkar mikið til að fara út í góðum félagsskap :)
Það varði ansi margir í Team Iceland á þessu ári á Arnold og vona ég svo sannarlega að allir muni fara sáttir heim því að þessi mót gefa manni alveg svakalega reynslu!
Ég var alltof stór í fyrra þegar að ég fór út og var með þrefalt stærri handleggi en margar hinar stelpurnar og ýmislegt fleira en komst þó í undan úrslit og lenti í 13.sæti... sem er nú bara gott miðað við hvað ég var úr samræmi við hina keppendurnar : P en þetta mót færði mér mikla reynslu sem að ég kem alltaf til með að muna eftir en var það mitt fyrsta erlenda mót!
Nú mun ég mæta aftur á sviðið reynslunni ríkari, í réttum hlutföllum og mínu besta formi til þessa. Ég verð aftur í fallega rauða bikiníinu mínu frá Freydísi og með þykkra flottara og síðara hár frá Hárlengingar.is en þær munu setja í mig lengingar fyrir Arnold classic :)
Held að það sé komið fínt af fyrsta blogginu :) yfir og út!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli