föstudagur, 4. október 2013

7 dagar í mót!

Núna í dag eru 7 dagar í mótssetningu, 5 dagar tæpir í að ég fljúgi út og 8 dagar í keppnisdag hjá mér :) Það sem mér finnst erfiðast er að halda mér á réttri braut á milli móta. Maður hefur fengið 2-3 daga í syndinni með lostætum og kræsingum og líkaminn hefur fengð vægt sykursjokk.
En biðin hefur nú ekki staðið tóm. Ég hef reynt að taka þó nokkuð margar brennslurnar til þess að "kötta" mig betur niður fyrir Arnold. Það er pínulítið öðruvísi look sem að ég hef stefnt á og sýnist mér á öllu að ég sé alveg að ná þvi. Ég kem til með að verða aðeins þurrari núna en á Heimsmeistaramóti fyrir rúmum mánuði síðan.

Hef ég reynt að halda mér algerlega niðri á jörðinni og ég gæti ekki hugsað mér betri þjálfara til þess að standa mér við hlið í öllu þessu ferli heldu en hann Jóhann Norðfjörð. En ég ákvað að hafa samband við hann núna í byrjun sumars og fá hans hjálp í undirbúningnum fyrir haust/vetrar mótin og vonandi fleiri komandi mót í framtíðinni. Ég sé sko alls ekki eftir því að hafa fengið þennan snilling til liðs við mig og hefur hann verið mér algjerlega til staðar í öllu þessu ferli! Hann er án efa einn besti þjálfari sem ég veit um og hefur sýnt mér það í orðum og verki.

Mr. Norðfjörð

Mun ég leggja af stað ásamt þjálfaranum mínum Margréti Gnarr aka. Team Norðfjörð snemma á miðvikudags morgninum þar sem ferðinni er heitið til París og seinna meir til Madríd. Hæðarmælingin mun vera á fimmtudeginum og mun ég sjálf keppa á laugardeginum en sýnist mér að það sé ekki fyrr en seinni partinn þar sem búið er að setja bikiní flokkana víst seinast á flest mót. Enda keppnisgrein sem að fæstir vilja missa af ;)

Það fer alveg að kveikna á spennunni hjá manni en nú er síðast frágangur að klárast, dekur vikan að byrja og þarf að pakka í töskuna  og vatnslosun hefst á morgun!! íííhhh!!!!
Annað blogg væntanlegt sennilega eftir helgi ;)
Ást og friður
Karen Lind

Engin ummæli:

Skrifa ummæli