I did it!
Ég veit varla hvar ég á að byrja! ég semsagt tók 2.sætið í mínum flokki
um helgina á Arnold classic í Madríd!
Það var hreint út sagt mögnuð tilfinning að standa á sviðinu.
Ég byrjaði Laugardagsmorguninn á því að vakna rétt eftir 8 og fá mér morgunmat.
Það bjargaði mér algjörlega að hafa fengið gefinst grjónasuðupott frá Kolbrún Ömmu hans Rikka, en ég gat eldað flestann minn mat uppá hótel herbergi :)
Margrét og Jóhann þurftu að mæta snemma uppá svæði svo að ég hafð nægan ME TIME til þess að gera mig til. Ég hafði þvegið hárið um kvöldið með Philip B. sjampó og næringu
svo ég brúnkaði mig meira, málaði mig og sléttaði hárið.
Ég var á það góðum tíma að ég slakaði bara á yfir Greys anatomy til þess að halda rónni.
Svo krullaði ég hárið og skellti mér uppí höll.
Ég ef aldrei á ævinni verið jafn róleg fyrir mót. Það má segja að ég hafi verið stressuð yfir því að vera ekki stressuð en ég var rosalega down to earth þessa daganna :)
Þegar ég mætti á svæðið voru þúsundir manns fyrir utan sem að komust ekki inn!
mótið var á 3 risa hæðum og voru tugir þúsunda manna fyrir innan og var því miður ekki pláss fyrir alla og varð fólk bara að bíða fyrir utan þar sem það var hleypt inn í hollum.
Ég hef aldrei séð annann eins fjölda!
Stærsti feillinn má segja að ég GLEYMDI SÚKKULAÐINU!!
Svo að sukkið mitt fyrir sviðið fór útum þúfur en Margrét var svo góð og hljóp og keypti fyrir mig súkkulaði prótein bar sem var stútað á núll einni!
Og þá varð það show time! ég var númer 2 að ganga inná sviðið.
Búið var að breyta hvernig dómararnir velja enn það var hætt að velja fyrst í topp 15 og valið strax niður í topp 6. Það var mjög stressandi og þýðir það fyrir keppendur að nákvæmlega EKKERT! má fara úrskeiðis á þessum litla tíma sem maður hefur á sviðinu!
Það var sigur útaf fyrir sig að vita til þess að ég væri komin í topp 6 þar sem ég var fyrst kölluð upp í fyrsta call out! þá var hálfur sigur kominn!
Fyrsta call out |
T-gangan var plönuð út i gegn hjá mér en kom svo algjörlega aftan að mér eins og flestum öðrum að það var mun styttri tími en ég bjóst við og náði ég ekk að klára :(
Andrea Lackner varð í 6.sæti sem kom mjög á óvart þar sem hún hefur tekið hvert mótið á fætur hvorum öðrum og sigrað þau og var einnig í topp6 á HM
Olga Viazetinove var í 5.sæti en hún var i 3.sæti á HM, Georgia Simmons (yndislega) var í 4.sæti
Katrín Ösp varð í 3.sæti
Það var magnþrungið að standa svo 2 eftir að of anda skæl brosandi framaní hvor aðra eftir.
Ég leit á yndislega þjálfarann minn sem sat alveg skælbrosandi á móti mér og við biðum í ofvænni eftir niðurstöðunum.
Ég skyldi illa hvað kynnirinn var að segja en heyrði að lokum nafnið mitt og þá vissi ég að ég var í 2.sæti. Frábær upplifun að komast svona langt á svo stóru móti!
Jóhann Norðfjörð á svo mikið í mínum sigri en hann veit alveg
100% hvaða leið þarf að fara til þess að ná árangri!
Strax eftir mótið kom Josef Adlt frá Muscle and fitness magazine og vildi fá mig í photoshoot
En hann hafði spottað mig á föstudeginum og beðið mig þá um að koma í tökur hjá sér :)
Var það afskaplega skemmtileg og vel heppnuð taka og algjör heiður að fá að vinna með honum.
Mér finnst mjög mikilvægt að hafa fáa en góða styrktaraðila
og er þeim afskaplega þakklát
Engin ummæli:
Skrifa ummæli