Það er eiginlega alltaf sama sagan með mig.
Mig langar í dekur, í maska, plokk og lit,
og slökun og manni finnst þetta allt svo langt í burtu!
Ég og systir mín höfum tekið okkur til þegar að okkur vantar dekur og enginn er „nógu góður að gefa manni dekur“ (tuðarar)
Svo að við höfum tekið frá góða kvöldstund saman, hrært í heimatúlbúna maska og augabrúnalit og plokkað hvor aðra og litað.
Enda skemmtileg stund til þess að eyða með vinkonum sínum.
Það er til fullt af heimatilbúnum uppskriftum á netinu bæði á ensku og íslensku. Það er mjög auðveldlega hægt að nálgast uppskriftirnar og auðveldlega hægt að dekra við sig sjálfur!
Nóg er úrvalið fyrir allar húðtýpur1
Mæli með því fyrir allar konur (og menn) og
þá sérstaklega núna í Desember mánuðinn. Að þegar búið er að svæfa börnin að
fara í góða sturtu, hreinsa andlitið og skella maska á andlitið og njóta
kvöldsins.
Núna þegar að snjórinn er kominn að þá verður húðin á okkur flestum og þá sérstaklega í Reykjavík alveg ömurleg!
Sem er nú ekki skrýtið þar sem það er búið að skella tonn af salti á göturnar og það hefur áhrifa á húðina.
Svo ekki sé minnst á allt stressið, kökurnar og sykurinn sem að fer svo svo illa í húðina.
Hér er uppskrift af maska sem ég skellti í fyrir sjálfa mig
Núna þegar að snjórinn er kominn að þá verður húðin á okkur flestum og þá sérstaklega í Reykjavík alveg ömurleg!
Sem er nú ekki skrýtið þar sem það er búið að skella tonn af salti á göturnar og það hefur áhrifa á húðina.
Svo ekki sé minnst á allt stressið, kökurnar og sykurinn sem að fer svo svo illa í húðina.
Hér er uppskrift af maska sem ég skellti í fyrir sjálfa mig
Andlitsmaski með kakói og kaffi
Þessi andlitsmaski hentar vel fyrir venjulega eða feita húð, því mjólkin er mild og kaffið styrkjandi.
4 msk fínmalað kaffi
4 msk kakóduft
8 msk nýmjólk eða rjómi
Blandið saman kaffi og kakói. Bætið mjólkinni við þar til blandan líkist helst búðingi. Ég notaði handþeytara. Dreifið á andlit og háls en setjið ekki nálægt augum eða munni. Bíðið í 15 mínútur og skolið svo af með heitu vatni.
Þessi andlitsmaski hentar vel fyrir venjulega eða feita húð, því mjólkin er mild og kaffið styrkjandi.
4 msk fínmalað kaffi
4 msk kakóduft
8 msk nýmjólk eða rjómi
Blandið saman kaffi og kakói. Bætið mjólkinni við þar til blandan líkist helst búðingi. Ég notaði handþeytara. Dreifið á andlit og háls en setjið ekki nálægt augum eða munni. Bíðið í 15 mínútur og skolið svo af með heitu vatni.
Þegar maskinn er tekin af eftir 15-20
mínútur er nóg að bleita þvottapoka með volgu vatni og strjúka yfir andlitið og
bera svo eitthvað gott krem á andlitið.
Þú munt finna mun á húðinni á næstu dögum. Þetta er oft lygilegt!
Þú munt finna mun á húðinni á næstu dögum. Þetta er oft lygilegt!
Gleðilegann Mánudag!
Fékkst mig allavega til að brosa í prófalestri ;) Veit hvað ég geri á miðvikudagskvöld!
SvaraEyðaoh æði :)
EyðaHúðin á mér er killer mjúk og góð!!!
ótúrlega góður maski :)