sunnudagur, 4. maí 2014

Seinasta vikan fyrir brottför

Jeminn 2 vikur í að ég skríði á svið á Evrópumeistara móti IFBB!

Loksins loksin er „tussulega“ vikan búin! Ég kalla þetta tussulegu vikuna þar sem maður veit af því að allt dekrið er í næstu viku og þar sem hárið er ólitað og lengingar ekki komnar í og maður er að bíða eftir að komast í vax (thank god!) að þá finnst manni maður ekki fínn fyrr en það allt er komið :)
 
Núna á Mánudaginn (á morgun) Mun ég fara í hárlengingar hjá Hárlengingar.is og ég er sjúklega spennt þar sem við erum að stefna að smá breytingu með hárið mitt þar sem það höndlaði ekki alveg alla þessa lýsingu. Svo að ég ætla að vera góð við það og dekkja mig aðeins aftur J samt ekki of mikið
 
Russan Amber línan! uppáhalds!
Á þriðjudaginn fer ég svo í litun hjá henn Kristínu minni hjá zoo.is og ég get ekk beðið eftr að finna ilminn af Philip B., hárdekrið, spjallið og loka útkoman á hárinu á mér!!! ALLTOF SPENNT!!!


Á miðvikudaginn mun ég fara í vax og plokk og litun á Snyrtistofunni MizÚ. Það er alltaf svo yndislegt að koma til þeirra. Þægilegt andrúmsloft, góð þjónusta og fallegt umhverfi.


Ég fór í dag og fékk nýja keppnis bikiníið sem að ég fæ lánað hjá henni Freydísi minni. Ég vill alltaf helst vera í frekar ljósum bikiníum þegar að ég fer að keppa úti og ég er svo ástfanginn af þessum lit að það er ekk eðlilegt. Þvílíkur lúxus sem að við íslenskum stúlkurnar höfum að hafa hana Freydísi hjá okkur til þess að sérsníða bikiníin á okkur en það eru þúsundir kona sem að eru ekk svo heppnar og þurfa sjálfar að klára lokafixið á bikiníum sem að þær panta sér.
  
Hámark – voru svo yndislegir að styrkja mig :) uppáhalds og yfrleitt það fyrsta sem ég fæ mér eftir mót er Hámark  takk takk æðislega fyrir mig :*


Kiss kringlunni – Nadía í kiss er svo yndisleg að styrkja mig fyrir mín næstu mót! Ég kom við hjá henni á Föstudaginn var og fékk þar svo ofboðslega fallegan kjól úr nýju sendingunni þeirra fyrir Lokahófs kvöldið sem verður á EM eftir mótið. Fékk einnig skart við kjólinn, killer eyrnalokka og klikkaðann hring! Og svo skart fyrir sviðið! Armband, hring og eyrnalokka! Á eftir að vera svoo fallega blinguð úti á og af sviðinu :) takk fyrir mig elskurnar

 
Svo voru þær hjá Trimform Berglindar svo yndslegar að taka við mér svona rétt fyrir mót :*

Skipulagsfríkin ég er búin að gera lista yfir allt sem ég þarf að taka með mér og fór ég í gær og keypti FJÓLUBLÁA ferðatösku og já.... ég er byrjuð að pakka niður! neðst á listanum var very important að gleyma ekki og þið sjáið hvað það er á myndinni :)

Ég mun taka helling af myndum og setja inn þegar að ég er komin út :)

En ég ætla að reyna að vera dugleg að blogga þessa loka vikuna og sýna ykkur og segja frá því hvað ég er að gera svona seinustu vikuna :) 

Með Sól í hjarta og bros á vör
Karen Lind

Engin ummæli:

Skrifa ummæli