þriðjudagur, 6. maí 2014

Hárlengingar og Philip B. Ísland


Oh það er svo yndisleg vika í gangi hjá mér :)
Í gær fór ég og fékk lengingarnar mínar aftur hjá Hárleningar.is og í dag var fínpússun á hárlitnum hjá mér :) Ég var orðin alltof ljós fyrir Íslandsmótið svo að Kristín hjá zoo.is var að dekkja á mér hárið örlítið í dag.



Ég er ein af þeim manneskjum sem að bara verður að hafa dekkri rót heldur en lokkana. Annars bara dettur úr allur ljómi og þokki úr andlitinu á mér og ég verð svona hálf „andlitslaus“ eins og við köllum það. En núna er allt komið á rétt horf aftur... jeijjjj!!


Ég fékk svo frábæra útlanda good luck keppnis gjöf frá einum af mínum uppáhalds styrktaraðilum! Philip B. Ísland gaf mér nefnilega allt sem ég þarf til þess að gera hárið mitt perfect fyrir mótið!! Þvílíkur guðdómur!!
Verð sniffandi af hárinu á mér næstu vikurnar það er svo æðisleg lyktin af þeim!



















Ferða kíttið er algjört æði og tekur svo lítið pláss! í því er
White truffle sjampó!
White truffle nourishing & Conditioning créme
Lovin' Hand & Body créme


Svo fékk ég einnig
Hárgel fyrir Intense hold og shine!!! ööhhh shine! já velkomið í hárið mitt!
Lavender hár og body sjampó!
og mitt uppáhalds!!



Jet set Hársprey!
ohmy ohmy ohmy ég vildi að það væri hægt að finna lykt í gegnum skjáinn! svo góð lyktin af þessu spreyji og helst eins vel og gæða steypa þakka þér fyrir!
Get ekki beðið eftir að gera mig tilbúna með þessum yndislegu vörum og ganga um með drauma ilminn af þeim :)




Sítt hár! krullur! undra hárvörur!
hvað getur klikka?? :)

Takk í bili 
Með sól í hjarta og Bros á vör
Karen Lind Thompson

Engin ummæli:

Skrifa ummæli