mánudagur, 7. apríl 2014

Aldrei sætta þig við lélega heilsu!!





Núna í febrúar síðast liðnum var ég svo ofboðslega lánsöm að fá styrk hjá Kírópraktorstofu Íslands. Ég byrjaði á því að fara í standandi röntgen og fékk að sjá að hryggurinn á mér er í laginu eins og S ! og að hann annar fóturinn er 7mm styttri en hinn. Mér fannst eins og ég hafði fengið svör við svo mörgum spurningum mínum bara á þessum stutta tíma. En ég hef verið með slæma nára og mjaðmir síðan að ég var barn og var hægt að rekja það til þessa.

 Ég byrjaði á að mæta 3x í viku og seinna 2x í viku og meistari Magni náði að losa alveg ofboðslega mikið á mér um mjaðmir, mjóbak og háls. En ég var orðin svo ofboðslega stíf og stirrð að ég náði ekki pósunum réttum. Enda er þvílíkur munur á bæði pósunum og líkamlegum líðann!

Eftir að ég var búin að vera hjá honum í að verða 2 mánuði áttaði ég mig á því að ég var búin að vera verkjalaus í um 2 vikur í bakinu! Sem er alveg ótrúlegt fyrir  mér þar sem ég er með króníska verki í brjóstbaki eftir 2x bílslys sem ég lenti í 2008 og 2009.
Maður áttar sig oft ekki á því fyrr en eftirá hvað heilsan og líkamlegt ástand er ofboðslega mikilvæg. Þetta er nú líkaminn okkar sem heldur okkur uppi og kemur okkur á milli staða. Svo ekki sé nú minnst á bakið og stoðkerfi líkamans en það eru svo ótal ótal margar taugar og kerfi sem að tengjast bakinu og getur haft áhrif.

Maður á aldrei að sætta sig við verki og óþægindi.... það getur verið ótrúlega lítið mál að „gera við mann“ ef maður leitar til réttra fagmanna. Ég get sagt að ég mæli 100% með strákunum á Kírópraktorstofu Íslands 
Eftir að hafa farið reglulega til kíró hef ég einnig náð betri æfingum. Þeir leiðbeintu mér á hvernig teygjur hentuðu mér best og ýttu mér áfram í að rúlla líkamann mun meira en það hefur hjálpað mér alveg svakalega til þess að standa undir öllu æfingar álaginu.  Ég sá líka alveg árangurinn eftir því!





Mér finnst nær óhugsandi að vera ekki hjá kíró eftir allt sem að þeir hafa gert fyrir mig. Ég næ pósunum mun betur og án verkja Ég er miklu betri í baki og hálsi og fótum og er svoo tilbúin fyrir sviðið um páskana :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli