þriðjudagur, 22. apríl 2014

Uppgjör eftir Páskana :)

Íslandsmót IFBB 2014 lokið!

Jæja nú er alveg hreint stórfenglegu Íslandsmóti lokið! Og ég verð að segja að sterkara mót hér heima á Íslandi hef ég bara ekki séð! ótrúlega margir sterkir og þrusu góðir keppendur. Mér fannst þetta frábært mót alveg frá A-Ö :)

PlakatIslandsmot2014_1600px

Á miðvikudeginum var alveg brjálað að gera hjá mér! Ég þurfti að klára öll verkefnin fyrir vinnuna, þurfti óvænt að fara með keppnis skónna í viðgerð! Hélt frábært Pósu workshop með Margréti Gnarr og fór svo sjálf í hæðamælingu fyrir mótið :)

 

Það var ótrúlega gaman á workshoppinu og komu flottar og skemmtilegar stúlkur til okkar. Það var voðalega þægileg stemning hjá okkur þar sem við byrjuðum með smá fyrirlestri og svara spurningnum sem stelpunum lá á hjarta og undum okkur svo beint í pósuþjálfun :)  eftir pósurnar fóru allar stúlkurnar í smá myndatöku hjá Sveinba og fengu svo smá fyrirlestur frá Alþjóðadómurunum okkar þeim Jóhann Norðfirði og Georgi Garðars.

Í lokin fengu svo allir goody bag frá styrktaraðilum workshoppsins :)

Í hæðarmælingunni leið mér alls ekki eins og ég væri komin til þess að skrá mig inn. Eftir 6 vikna pósuþjálfun með stelpunum var mér farið að líða eins og ég væri nú bara komin til þess að halda í höndina á þeim og fylgja þeim alla leið :P

Á fimmtudeginum byrjaði svo fjörið, ég var búin að vera með smá hálsbólgu alla vikuna en ætlað nú samt sem áður að halda vananum og horfa á Fitness og vaxtarræktina um kvöldið og vinna aðeins á Fitness Sport básnum :) 
En eftir 3gja klukkutima hausverk kom ég mér loksins heim og var komin með smá hita og orðin frekar vötnuð :(  var það alveg til þess að fylla á stressið hjá mér.

Keppnis morguninn var ég alveg óvenju stressuð... Mér leið nú bara eins og vökvalosuninn hefði farið öll í vaskinn.. Ég náð að brjóta nögl bara í bílastæðinu heima hjá mér  og var bara alls ekki með sjálfri mér þennann morgunn. Enda verð ég aldrei stressuð á mótsdegi en nú var rauninn sko allt önnur!
En allt er gott sem endar vel! Ég náði að leggja mig aaaaðeins yfir daginn, fékk smá kökusneið í kroppinn og var orðin mikið skárri fyrir kvöldið :)

Photo: update!
I was nominayed for the athlete of the year 2013 and got 3rd place :)
Im in the finals and waiting to go on stage again ;)
xoxoxo

Ég var tilnefnd til íþróttamanns ársins árið 2013 og fékk ég þar 3.sætið fyrir árangurinn minn, Kristín Kristjáns varð í 2.sæti og svo hún Margrét Gnarr í 1.sæti :)

Mynd frá Sigurði Steinþórssyni

Ég náði að landa inn fyrsta sætinu í flokknum mínum og varð heildarsigurvegari líka! Það tók mig smá tíma að átta mig á því að Maggi kynnir hafði sagt nafnið mitt en mikið ofboðslega var það góð tilfinning!

Photo: I am so happy for one of my best friends @karenlindr!
Yesterday she won her class at the @ifbb Icelandic Championship 3rd year in a row and she also won the over all title!!
Here I am handing over her over all trophy and I was trying my best not to cry! I know how hard she workes and she is such a kind hearted person! She is always there for me and others! Backstage she is nice to other competitors and if anybody needs help shes there !
I am so happy to have her in my life and I belive she will soon hit the Pro stage with me!HOW AWESOME WOULD THAT BE???
Her next shows are Mozolani Classic and @ifbb European Championship 

Congratz on all of your success dear @karenlindr ❤❤❤

Photographer is http://benzophoto.com :) 
Bent Marinósson Benzo ljósmyndun

@midgardfitness @johannvnordfjord @ifbb @mozolani @eastlabs_web #karenlind @karenlindr #bikinifitness #ifbbislandsmot #ifbbicelandicchampionship

Og ekki var það verra að ein af mínum bestu vinkonum var að aafhenda mér verðlaunin og fékk svo innilegt knús frá henni :)

Overall - mynd: Sigurður Steinþórsson

Ég tók mér 2 daga í pásu og smá nammiát en nú er alvarann hafin aftur :) í dag er akkurat 3x vikur þar til ég flýg út með Team Iceland að keppa fyrir hönd IFBB Íslands á Evrópumeistaramótinu í Santa Susanna.
Langar enn og aftur að þakka öllum styrktaraðilum mínum fyrir alla hjálpinu og mun reyna að láta verða stutt í næsta blogg :)


Fitness Sport
Hárlengingar.is
Under Armour Iceland
Snyrtistofan Mizú
Philip B. Ísland
Jan Tana
World class
Kírópraktorstofa Íslands
Bikinis by Freydís
Stjörnubros
Marko merki
 
 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli