Íslandsmót IFBB 2014 lokið!
Jæja nú er alveg hreint stórfenglegu Íslandsmóti lokið! Og ég verð að segja að sterkara mót hér heima á Íslandi hef ég bara ekki séð! ótrúlega margir sterkir og þrusu góðir keppendur. Mér fannst þetta frábært mót alveg frá A-Ö :)
Á miðvikudeginum var alveg brjálað að gera hjá mér! Ég þurfti að klára öll verkefnin fyrir vinnuna, þurfti óvænt að fara með keppnis skónna í viðgerð! Hélt frábært Pósu workshop með Margréti Gnarr og fór svo sjálf í hæðamælingu fyrir mótið :)
Það var ótrúlega gaman á workshoppinu og komu flottar og skemmtilegar stúlkur til okkar. Það var voðalega þægileg stemning hjá okkur þar sem við byrjuðum með smá fyrirlestri og svara spurningnum sem stelpunum lá á hjarta og undum okkur svo beint í pósuþjálfun :) eftir pósurnar fóru allar stúlkurnar í smá myndatöku hjá Sveinba og fengu svo smá fyrirlestur frá Alþjóðadómurunum okkar þeim Jóhann Norðfirði og Georgi Garðars.
Í lokin fengu svo allir goody bag frá styrktaraðilum workshoppsins :)
Í hæðarmælingunni leið mér alls ekki eins og ég væri komin til þess að skrá mig inn. Eftir 6 vikna pósuþjálfun með stelpunum var mér farið að líða eins og ég væri nú bara komin til þess að halda í höndina á þeim og fylgja þeim alla leið :P
Á fimmtudeginum byrjaði svo fjörið, ég var búin að vera með smá hálsbólgu alla vikuna en ætlað nú samt sem áður að halda vananum og horfa á Fitness og vaxtarræktina um kvöldið og vinna aðeins á Fitness Sport básnum :)
En eftir 3gja klukkutima hausverk kom ég mér loksins heim og var komin með smá hita og orðin frekar vötnuð :( var það alveg til þess að fylla á stressið hjá mér.
Keppnis morguninn var ég alveg óvenju stressuð... Mér leið nú bara eins og vökvalosuninn hefði farið öll í vaskinn.. Ég náð að brjóta nögl bara í bílastæðinu heima hjá mér og var bara alls ekki með sjálfri mér þennann morgunn. Enda verð ég aldrei stressuð á mótsdegi en nú var rauninn sko allt önnur!
En allt er gott sem endar vel! Ég náði að leggja mig aaaaðeins yfir daginn, fékk smá kökusneið í kroppinn og var orðin mikið skárri fyrir kvöldið :)
Ég var tilnefnd til íþróttamanns ársins árið 2013 og fékk ég þar 3.sætið fyrir árangurinn minn, Kristín Kristjáns varð í 2.sæti og svo hún Margrét Gnarr í 1.sæti :)
Mynd frá Sigurði Steinþórssyni |
Ég náði að landa inn fyrsta sætinu í flokknum mínum og varð heildarsigurvegari líka! Það tók mig smá tíma að átta mig á því að Maggi kynnir hafði sagt nafnið mitt en mikið ofboðslega var það góð tilfinning!
Og ekki var það verra að ein af mínum bestu vinkonum var að aafhenda mér verðlaunin og fékk svo innilegt knús frá henni :)
Overall - mynd: Sigurður Steinþórsson |
Ég tók mér 2 daga í pásu og smá nammiát en nú er alvarann hafin aftur :) í dag er akkurat 3x vikur þar til ég flýg út með Team Iceland að keppa fyrir hönd IFBB Íslands á Evrópumeistaramótinu í Santa Susanna.
Langar enn og aftur að þakka öllum styrktaraðilum mínum fyrir alla hjálpinu og mun reyna að láta verða stutt í næsta blogg :)
Fitness Sport
Hárlengingar.is
Under Armour Iceland
Snyrtistofan Mizú
Philip B. Ísland
Jan Tana
World class
Kírópraktorstofa Íslands
Bikinis by Freydís
Stjörnubros
Marko merki
Engin ummæli:
Skrifa ummæli