Stundum er bara einum of mikið að gera hjá manni!
Á föstudaginn var voru nákvæmlega 2 vikur í Íslandsmót
IFBB!!! Það þýðir að prinsessu beauty treatment tíminn er hafinn!! Sem þýðir að það þarf að byrja að skrúbba húðina, næra
hárið og fara í snyrtingu. En það eru nokkrir fagmenn sem að aðstoða mig fyrir mót.
2 vikum fyrir mót byrja ég að skrúbba húðina extra vel til þess að undirbúa hana fyrir brúnkuna. En ef að húðin er ekki í nógu góðu ástandi fyrir brúnku sessionið að þá á maður í hættu á að verða mjög flekkóttur og brúnkan mun jafnvel leka soldið á manni. Svo að ég skrúbba mig alltaf með saltskrúbb og svampi í sturtunni og ber svo á mig Nivea firming
lotion.
Nýverið fékk ég styrk hjá Snyrtistofan Mizú og munu þau sjá um bæði vaxið og
neglurnar á mér. Þar eru fagmenn að verki og ég get ekki beðið eftir að komast undir hendurnar á þeim og láta treata mig eins og prinsessu !
Í seinustu viku fór ég í hárlengingar hjá
Hárlengingar.is og fékk þessar þvílíkt fallegu lengingar. Ég fór tímanlega til þess að hárið mitt geti aðlagast lengingunum algjörlega fyrir sviðið og til þess að ég geti stúderað og æft mig á lookinu sem ég vill hafa Það er alveg fáránlegt hvað liturinn passar 100% við litinn sem ég er með! Er búin að svífa um á bleiku skýji og manni líður alltaf alveg nokkrum stigum meira gordjöss þegar maður er með sítt hár. Það er bara þannig!!
3 dögum fyrir mótið mun hún Kristín mín hjá Zoo.is fá mig til sín til þess að taka „russian treatment“ á hárið á mér. En hún er auðvitað með Philip B. Hárvörurnar en ég notast alltaf við þær fyrir sviðið. Philip B. Er
eina hárvaran sem ég hef notað sem að hefur þolað álagið sem hárið og líkaminn verður fyrir á sviðinu og baksviðs. Þegar ég tala um álag þá er ég að meina allur rakinn og hitinn en það þarf svo lítið til þess að hárið verði flatt og leiðinlegt og það er svo fáránlega heitt bæði baksviðs og á sviðinu undir kösturunum. En þessar vörur halda hárinu mínu „bounsy“ og fullkomnu yfir allann
daginn!
Jan tana er brúnkan sem að ég nota fyrir stóra sviðið. Ég hef notað hana frá því að ég byrjaði að keppa og mun halda mig við hana. Enda auðveld í notkun og mjög auðvelt að laga til ef að húðin þín er með eitthvað bögg!
Þá er það bara lokaspretturinn eftir og
skemmtilegasti tíminn fyrir mót! Það er lygilegt hvað líkaminn getur tekið
miklum breytingum bara á síðustu 2 vikunum fyrir mót. Vatnslosunin og breytt
matarræði og elskulega elskulega kolvetna fyllingin. Þið stelpur sem eruð á lokasprettinum....
Munið að njóta ferðarinnar og ekkert stress! Þetta verður svo yndislega gaman
:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli