þriðjudagur, 8. apríl 2014

Enjoy this moment, for this moment is your life



Síðustu dagar fyrir mót

Fyrir mér eru síðustu dagar fyrir mót frekar heilagir. Þetta er ekki einungis prinsessu beauty treatment tíminn heldur líka tíminn til þess að slaka á.  Andlega hliðin hefur nefnilega sinn toll að gjalda á líkamlega ástandið ef að það er ekki í lagi. Ef mikið er um stress þá getur líkaminn vatnast og er það eitthvað sem að fitness keppandi vill alls ekki! 

14-8 dagar í mót
Þegar það eru cirka 10-14 dagar í mót þá geng ég frá öllum lausum endum. Ef að eitthvað vantar að þá er ég búin að redda því á þessum tíma. Check listinn er einfaldur. Þetta eru hlutirnir sem ég geng frá á þessum tíma


  • ·        Hárlengingar ( Hárlengingar.is )
  • ·        Bikiní ( bikinís by Freydís )
  • ·        Brúnka og skrúbb ( Jan Tana )
  • ·        Hælar
  • ·        Augnhár
  • ·        Make up vörur sem vantar
  • ·        Hársnyrtivörur sem vantar ( Philip.B )
  • ·        Neglur,vax, litun og plokkun ( Mizú Snyrtistofa )


Þær stúlkur sem að panta tíma í förðun og hárgreiðslu skulu aldrei taka séns á að vera eitthvað tæpar á mótsdegi. Ef maður er eitthvað tæpur á tíma þá verður maður stressaður, vatnast upp og getur byrjað að svitna og brúnkan byrjar að leka. 


7 > dagar í mót

Þegar svona stutt er í mót er ég sjálf hálfpartinn búin að kúpla mig frá heiminum. Ef að allt er í lagi og tilbúið af check listanum hjá mér þá er ekkert sem að getur angrað mig. Ég sé til þess að ekkert stress eða álag sé í kringum mig og hef svona „ákveðið“ að það er ekkert sem að fer úrskeiðis á meðan ég hef skipulag á hlutunum. Fjölskyldan verður soldið að skilja það að slæmar fréttir mega bara koma eftir mót. :P Í seinustu vikunni byrjar líka smá dekur treatment. Ég held á að skrúbba líkamann með Jan Tana body scrub. Síðasti hárþvotturinn verður í dekurþvotti hjá Kristín Egils á Zoo.is og fyrsti í brúnku byrjar á Miðvikudeginum fyrir mót. En þá ber ég á mig 2x umferðir af Brasilían Tan

Skilaboðin sem ég er að reyna að gefa öllum meðkeppendum mínum er að muna að njóta ferðarinnar. Afrakstur alls erfiðisins er að nálgast! :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli