föstudagur, 8. nóvember 2013

BIKARMÓT IFBB Á MORGUN!!


1 Dagur í mót!
Föstudagur..... það þýðir að á morgun er Laugardagur! Það er komið að þessu!
Það er búið að vera brjálað að gera hjá mér núna í lífinu undanfarnar 2 vikur. Mörg verkefni og próf í skólanum. Smá veikindi, hætti í vinnunni minni en fékk gömlu vinnuna mína aftur hjá Sparnaði J smá erfiðir tímar en ofboðslega góðir tímar til að vega upp á móti J
Búin að fara í neglur hjá Guggu minni, hárið lagað af Kristínu í Höfuðlausnum (life-safer!) og búin að vaxa, plokka og lita sjálf hér heima. Nú bíð ég bara spennt eftir að geta þvegið hárið uppúr spari sjampóinu og næringunni minni frá Philip B.!!!! Ohmg get ekki beðið eftir að verða prinsessan á glimmer skýi!!

Fyrir tæpri viku kom út nýtt tölublað fitnessfrétta og fékk ég þann heiður að fá að vera á forsíðunni. Fyrir um 2 mánuðum eða í vikunni áður en ég fór til Úkraínu fór ég til Brynjars ljósmyndara hjá Panorama í töku fyrir blaðið. Frábær ljósmyndari og virkilega gaman að vinna með honum :)


Fyrir um 2 vikum hafði Arnold Björnsson samband við mig til að fá mig í glamour fitness myndatöku og fórum við í hana í gær með Stílistanum og yndislegu Nadiu Tamini (Kiss), Silla gerði make upið mitt og var svo yndisleg að leyfa okkur að mynda heima hjá sér og Guðrún í Kompaníinu gerði hárið á mér svo ofsa ofsa fínt ! Frábært teymi og virkilega skemmtileg kvöldstundin í gær!



Fréttatíminn hafði einnig samband við mig og fékk mig í dálkinn „Í takt við tímann“ sem að kom út í blaðinu í morgun.



Núna er bara afslöppun og ætla ég að kíkja á mótið í kvöld og sjá alla kroppanna sem eru búnir að vinna fyrir forminu sínu í fleiri fleiri vikur og fá loksins uppskeruna sína í kvöld! Og ég ætla sko alls ekki að missa af Röggu taka síðustu skref Íslands í Vaxtarrækt kvenna en sá flokkur er dottinn út.


Ekki má gleyma kræsingunum sem að bíða mín í frystinum! Nammi namm ostakökur!! Og auðvitað slátur keppur líka! Jeminn það á eftir að enda með að ef maður googlar slátur að andlitið mitt poppi upp! Þessar fyrirsagnir jesús minn!  EN þangað til næst! Takk fyrir lesturinn og eigið frábæra helgi  :)



1 ummæli:

  1. Dáist að þér hörkunagli! Bíð spennt eftir myndum af mótinu.... Og veit að þú átt eftir að massa þetta!
    Kveðja Bella..

    SvaraEyða