Í dag setti ég í uppáhalds hafrakökurnar mínar en það sem ég elska mest við þær er að þær fletjast út og verða ekki harðar eftir 2-3 daga (ef þær endast svo lengi)
Fyrst er hrært olíunni og eggjunum
þurrefnunum blandað saman við og hrært vel
Súkkulaði eða annað gúmmelaði blandað síðast við
Mér finnst best að móta í kúlur í lófanum og kremja svo á bökunarpappírinn
1 bolli isio 4 olía
1 bolli púðursykur
1/2 bolli sykur
1/2 bolli agave sýróp
2 egg
1 1/2 bolli hveiti
1 tsk salt
1 tsk lyftiduft
3 bollar haframjöl/ kókos ( gott að hafa bæði)
1 boklu Súkkulaði/rúsínur/?
1. Olía og sykur hrært
2. Egg og vanilludropar
3. þurrefni
4. haframjöl
5. gúmmelaði ;)
10-12 mín á 180 gráðum
Njóta með góðum kaffibolla!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli