sunnudagur, 24. nóvember 2013

Keppnisgræðgi

Nú eru 2 vikur liðnar síðan Bikarmót IFBB var haldið hér heima á Íslandi....
Mikið guðs lifandi var ég fegin að fá langþráða pásu en það er nú fljótt hvíldar hugurinn farinn frá manni... Keppnisgræðgin stígur fast í hausnum á manni þegar maður skoðar myndir frá hinum og þessum stúlkum útí heimi sem enn eru að keppa og stíga á svið á þessu ári... Og ég sit heim að safna vatni (vatnast upp aftur) og smá vetrarforða :P og auðvitað að bæta formið ;)


Næsta mót sem að ég stefni á er að öllum líkindum EM sem verður alveg örugglega núna fyrri part ársins.. sirka maí en það er ekki alveg komin dagsetning á það :) Ég ætla mér að koma með flottasta skrokka formið til þessa árið 2014 og eru ýmsar litlar breytingar í höfðinu á mér og Mr. Norðfjörð þjálfaranum mínum. Ég er alveg ofsa ofsa spennt og hlakka mikið til að vinna í og sjá árangurinn birtast framm að næsta móti :)

Næsta mót sem ég tek samt þátt í svo ég sé nú ekki að gleyma því er kraftlyftingarmót!
Jább ég ætla að fara að durgast smá  á jólamótinu í deddi og bekk  i þorlákshöfn... endilega ef að ffleiri kvennskörungar vilja taka þátt og eiga góðann skemmtilegan dag að drífa sig og skrá sig!!! :)



Nýr styrktaraðili er einnig komin í hús :) Fitness sport
Kemur til með að standa þétt við bakið á mér fyrir komandi mót og undirbúning! Ég er alveg einstaklega ánægð með að hafa fengið þá í lið með mér og hlakka ég mikið til samstarfs okkar ;)

Annars fer maður að detta í jólafrí... semsagt eftir næsta föstudag þá er ég komin í jólafrí :) 
verður ljúft að hafa allann tíma í heiminum til þess að æfa, baka, þrífa og gera fínna og fínna heima og svo er planið vonandi að skella sér aðeins útá land að heimsækja gamla settið :)




Engin ummæli:

Skrifa ummæli