þriðjudagur, 12. nóvember 2013

Sigur í höfn

Stórkostlegu Bikarmóti IFBB er lokið og þar af leiðandi minni fimmtu og síðustu keppni á þessu ári!
Ég varð í 1.sæti í flokknum mínum og varð heildarsigurvegari í Bikini fitness um helgina og tók tvo risa bikara með mér heim að þessu sinni! Frábær keppni eins og alltaf og finnst mér alltaf svo gaman að keppa hér heima. Fullt af fallegum kroppa stelpum í formi lífsins að springa úr ánægju með sjálfa sig og búnar að byggja upp sjálfstraust til þess að stíga á stóra sviðið.



Ég er nýbúin að setja upp bikara hillu heima hjá fyrir alla bikarana og minna þeir mig á hversu langt maður er komin. Ef eitthver hefði sagt við mig fyrir 2 árum síðan að ég væri myndi vinna mér inn alla þessa sigra á svona stuttum tíma hefði ég aldrei trúað því!. En ég byrjaði einmitt minn undirbúning fyrir mitt fyrsta mót í nóvember 2011. En þá var ég að skoða myndir síðan á bikarmótinu þá og hugsaði nú með mér....pff ég get þetta alveg... best að hefjast handa og athuga hversu langt ég kemst með tærnar í hælana á stelpunum. En viti menn, 2 ár eru liðin og er ég er tvöfaldur íslandsmeistari, tvöfaldur bikarmeistari, komst í undanúrslit á Arnold classis (13.sæti 2012) varð í 4.sæti á Loaded cup, 12.sæti á Heimsmeistara móti (keppti i sterkasta flokknum og varð í 12.sæti af 32 stúlkum) og svo 2.sætið á Arnold classic Europe á þessu ári og toppaði allt með Over all sigri hér heima um helgina :)




Ég gæti ekki verið sáttari! Ég er líka svo ánægð með ákvörðun mína að fá mér þjálfara núna í sumar og varð valið hjá Jóhanni Norðfjörð. En hann er einnig alþjóðadómari hjá IFBB og hann veit alveg nákvæmlega í hvernig formi maður á að vera hverju sinni og hvað er leitast eftir. Ekkert smá ánægð að hafa fengið hans aðstoð og stuðning og vináttu í gegnum öll þessi móti núna á seinni hluta ársins.



Núna mun ég sjálf fara í smá pásu frá keppnum og mun aðallega einbeita mér að því að þjálfa aðra en ég er að opna fyrir keppnisþjálfun fyrir stelpur sem vilja taka þátt á Íslandsmótinu i módelfitness um páskana 2014. Ég er líka orðin svo baksturs sjúk og elska að útbúa og gera hollar uppskriftir og mun vera dugleg að pósta inn uppskriftum af ýmsu gúmmelaði hér á þessa síðu.
Takk kærlega fyrir mig.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli