föstudagur, 7. febrúar 2014

Nóg að gera - Nýr spons fyrir Pósuworkshop



Fúnkera best þegar mest er að gera!


 
Stundum er lífið bara aðeins of skemmtilegt! Búið að vera brjálað að gera hjá mér í lífinu þessa daganna. Er byrjuð í nýju vinnunni hjá MySecret aada og er að fíla hana alveg rosa vel enda mjög góður vinnutími fyrir mig þar sem ég byrja ekki fyrr en 9 á morgnanna og hef þá tíma til þess að orkuboltast í morgunbrennsluna :)



Við Margrét Gnarr erum alveg á fullu að undirbúa og gera bæði fyrir Pósunámskeiðið hjá okkur og Pósuworkshoppið :) en við erum komin með nýjan styrktaraðila fyrir workshoppið en My Secret aada ætlar að gefa okkur drykki frá sér í gjafapokanna frá okkur!


Endilega like-ið og chekkið síðuna hjá þeim! og takið þátt í leiknum hjá þeim :) My Secret aada

Undirbúningurinn hjá mér hefur gengið þokkalega. Búin að fá þessa blessuðu flensu en náði svona að æfa mig í gegnum hana. En núna er bara allt í botn í undirbúningnum. En sem komið er ég bara búin að ákveða að fara á Evrópumeistaramótið í Santa Susanna í Maí en það eru nokkur mót þarna í kringum sem ég er aðeins að skoða :) Ég hef ákveðið að vera í fallega rauða bikiníinu mínu aftur í ár en það verður með smá breytingum. Ætla að breyta keðjunni á buxunum og hún Freydís elskan ætlar að blinga það meira upp fyrir mig :) ég er bling fíkill!



Enn eru örfá laus pláss á pósunámskeiðið hjá okkur og endilega að tryggja sér pláss ;)