þriðjudagur, 18. mars 2014

Hár tips- og hár efnin mín :) Philip B lover!

Í tilefni þess hversu stutt er í Íslandsmót IFBB langar mig að koma með
smá svona "undirbúnings" blogg. En maður er í raun aldrei of tímanlega í því að undirbúa bæði húð og hár. Í rauninni finnst mér góð húð- og hárumhirða mikilvæg.

Hár umhirða
Þegar maður er í undirbúningi fyrir mót þá bregst hárið á okkur mismunandi við. Sumar stelpur upplifa mikið hárlos, frisky tætt hár og þurrt. Því er mikilvægt að taka viðeigandi vítamín til þess að halda hárinu heilbrigðu. Ég hef heyrt góða hluti um þaratöflur fyrir hárið en svo finnst mér persónulega mikilvægt að taka inn auka Magnesíum en það er gott fyrir hár, neglur og SVEFNINN!!! Hárkúr er líka mjög góður.

Nærum hárið: Mikilvægt er að vera með góða næringu. Þegar við þrífum hárið þá skal ekki nudda sjampóið lengra en 5 cm frá rótinni og ekki út í endana. Nóg er að nudda sjampóið í rótina. Sjampó þurrkar hárið og hárið er nógu þurrt í endana fyrir.
Ég nota djúpnærinu að minnsta kosti 2x í viku þar sem hárið mitt verður voða þurrt og fluffy þegar ég er að undirbúa mig fyrir mót.

Það sem ég var alltaf með í veskinu mínu þegar ég var fátækur námsmaður var sprey brúsi með djúpnæringu og vatni blandað saman í. Þegar að hárið mitt er frissy og púffý og leiðinlegt þá speyja ég í hárburstann minn og greiði yfir hárið... En núna nota ég spreyjið fyrir neðan ;) Þannig næ ég betri og fallegri áferð á hárinu án þess að bleyta það of mikið.


Alltaf fyrir mót þvæ ég líka alltaf hárið mitt deginum fyrir með uppáhalds spari keppnis sjampó og hárnæringunni minni frá Philip B. en það gerir hárið mitt silkimjúkt, létt, silkiglansandi og guðdómlega lyktandi og tilbúið fyrir langa keppni.
 

 
PHILIP B® ph Restorative Toning Mist
Er úði sem ég nota annann hvern dag í hárið á mér. Alltaf þegar að ég kem úr sturtu þá spreyja ég aðeins yfir hárið og það verður mjúkt og silki glansandi. En ég er algjör næringarefna fíkill þegar kemur að hárinu á mér og er ég alltaf að kaupa og prufa nýjar næringarvörur og hef aldrei verið jafn sátt með hárið á mér eins og eftir þennann úða. Yfirleitt spreyja ég yfir hárið á hverjum degi en þess þarf sko ekki með þessum. Einnig er mjög g0tt ef að hárið er rafmagnað að spreyja 2-4 úðum í hárburstann og greiða yfir hárið og þá verður það perfect!
Þú getur lesið þér til um vöruna HÉR!! 

 
PHILIP B ® Rejuvenating Oil 
stutt og laggott frá næringarfíklinum! En þetta efni nota ég þegar endarnir eru slitnir og leiðinlegir og set ég í hárið bæði áður en ég fer að sofa og  áður en ég er í sauna,  og svo að sturta mig og endarnir verða silki silki smooth og flottir. Þú getur lesið þér til um þessa vöru HÉR!!!

Þegar maður er að undirbúa sig fyrir mót, veislur eða hvað sem er þar sem hárið þitt þarf að vera fullkomið þá er svo mikið mikið mikilvægt vera með góða hárumhirðu til þess að hárið sé fullkomið á viðburðinum :) ég hef brennt mig á því að vera ekki nógu dugleg að nota auka næringarefni og nota allta ódýru vörur sem hafa þurrkað uppá mér endana og þurft að klippa alveg mjööög mikið af hárinu á mér! og það er ekki skemmtilegt. En maður lærir af reynslunni og nú reynir maður eftir bestu getu að sinna hárinu eins og gimsteinum.
 

Í næsta bloggi mun ég tala um hvernig ég hugsa um húðina á mér fyrir mót :)  
  

sunnudagur, 9. mars 2014

Kjúklingahakk - skipulag - food prep



Wow long time no blogg!
Eins og ég hef alltaf sagt „If you fail to plan, you plan to fail“ sem á svo mikið við um fitness og matarræði. Um leið og ég gleymi að „preppa“ matinn og skipuleggja mig þá fara sora hugsanir að streyma inn. „oh nenni ekki að elda hvar get ég farið út að borða“ „hvað get ég pantað heim“ og álíka rugl!
Þegar að ég preppa matinn þá forðast ég yfirleitt að vera búin að elda slatta af kjúllabringum sem að verða ornar frekar þurrar og ógeðslegar þegar maður er komin á síðasta skammt. EN þegar ég geri kjúklingahakk að þá verður það ekki þannig! Ég ætla að deila með ykkur  hvað ég fæ mér stundum í hádeginu. Súper auðvelt og fljótlegt sérstaklega ef maður hefur undirbúið sig.



Kjúklingahakk!
Ég gerði bara lítinn skammt núna en dugar fyrir tvo

2x kjúklingabringur
2x hvítlauksgeirar
1cm af blaðlauk
Pínu biti engifer
1 msk olía  
Chilli krydd eftir smekk

Hvítlaukur, blaðlaukur, engifer og olía sett fyrst i matvinnsluvél og tætt saman.
Síðast er sett kjúklinginn (skera í bita) saman í og chilli krydd og látið á lægstu stillingu þangað til þetta er allt næstum því orðið að mauki.
Pam skellt á heita pönnu og kjúklingahakkið steikt.




Þegar ég  undirbý sætu kartöflurnar mínar þá sker ég þær í smáa teninga til þess að plata hugann... Því ef að ég sker í stórar sneiðar og skammta mér svo á diskinn þá hugsa ég ohh þetta er svo lítið. En ef ég er með marga litla teninga í haug á disknum sem er nú samt í sömu þyngd að þá finnst manni maður fá meira :)




Ég nota líka alltaf Russel Hobbs gufusuðu tækið mitt til þess að elda grænmetið og fiskinn minn... Með því helst miklu meira af næringarefnunum í matnum!



Svo helst þetta svo vel í ísskápnum. Hakkið og sætu get ég bara dreift yfir smá salat og voila! gourme máltíð!