föstudagur, 9. maí 2014

Make up tips - Laga brotið púður

Hver hefur ekki lent í því að missa uppáhals púðrið sitt í gólfið? 
Það hefur gerst fyrir mig sko oftar en einu sinni og með tilheyrandi dramatísku væli og sjáfsvorkun hafa svo margar pallettur hvort sem það er púður eða augnskuggi sem hafa farið í ruslið hjá mér!


Hér er frábær leið til þess að spara manni gráturinn.
Sá þetta eitthvern tímann fyrir löngu á youtube held ég.
Ég varð svo óheppin að missa púðrið mitt í gólfið í gær og notaði ég þessa aðferð til þess að laga  það og gat notað það í morgun aftur :)


Ég byrjaði á því að mauka restina af púðrinu niður í dollunni





Næst bleytti ég það upp með Própanól/spritti  
Það þarf að hafa maukið alveg vel blautt og gæta þess að allt púðrið
sé orðið blautt eins og drullumall




Síðan reyndi ég að þjappa "drullumallið" vel niður í skálina á dollunni
og slétti úr efsta laginu.
Síðan geymdi ég dolluna í gluggakistunni yfir nóttina.
Daginn eftr var púðrið orðið þornað aftur og tilbúið til notkunar :)

Vonandi hjálpar þetta eitthverjum :)
Ást og Friður
Karen Lind Thompson