föstudagur, 9. maí 2014

Make up tips - Laga brotið púður

Hver hefur ekki lent í því að missa uppáhals púðrið sitt í gólfið? 
Það hefur gerst fyrir mig sko oftar en einu sinni og með tilheyrandi dramatísku væli og sjáfsvorkun hafa svo margar pallettur hvort sem það er púður eða augnskuggi sem hafa farið í ruslið hjá mér!


Hér er frábær leið til þess að spara manni gráturinn.
Sá þetta eitthvern tímann fyrir löngu á youtube held ég.
Ég varð svo óheppin að missa púðrið mitt í gólfið í gær og notaði ég þessa aðferð til þess að laga  það og gat notað það í morgun aftur :)


Ég byrjaði á því að mauka restina af púðrinu niður í dollunni





Næst bleytti ég það upp með Própanól/spritti  
Það þarf að hafa maukið alveg vel blautt og gæta þess að allt púðrið
sé orðið blautt eins og drullumall




Síðan reyndi ég að þjappa "drullumallið" vel niður í skálina á dollunni
og slétti úr efsta laginu.
Síðan geymdi ég dolluna í gluggakistunni yfir nóttina.
Daginn eftr var púðrið orðið þornað aftur og tilbúið til notkunar :)

Vonandi hjálpar þetta eitthverjum :)
Ást og Friður
Karen Lind Thompson

þriðjudagur, 6. maí 2014

Hárlengingar og Philip B. Ísland


Oh það er svo yndisleg vika í gangi hjá mér :)
Í gær fór ég og fékk lengingarnar mínar aftur hjá Hárleningar.is og í dag var fínpússun á hárlitnum hjá mér :) Ég var orðin alltof ljós fyrir Íslandsmótið svo að Kristín hjá zoo.is var að dekkja á mér hárið örlítið í dag.



Ég er ein af þeim manneskjum sem að bara verður að hafa dekkri rót heldur en lokkana. Annars bara dettur úr allur ljómi og þokki úr andlitinu á mér og ég verð svona hálf „andlitslaus“ eins og við köllum það. En núna er allt komið á rétt horf aftur... jeijjjj!!


Ég fékk svo frábæra útlanda good luck keppnis gjöf frá einum af mínum uppáhalds styrktaraðilum! Philip B. Ísland gaf mér nefnilega allt sem ég þarf til þess að gera hárið mitt perfect fyrir mótið!! Þvílíkur guðdómur!!
Verð sniffandi af hárinu á mér næstu vikurnar það er svo æðisleg lyktin af þeim!



















Ferða kíttið er algjört æði og tekur svo lítið pláss! í því er
White truffle sjampó!
White truffle nourishing & Conditioning créme
Lovin' Hand & Body créme


Svo fékk ég einnig
Hárgel fyrir Intense hold og shine!!! ööhhh shine! já velkomið í hárið mitt!
Lavender hár og body sjampó!
og mitt uppáhalds!!



Jet set Hársprey!
ohmy ohmy ohmy ég vildi að það væri hægt að finna lykt í gegnum skjáinn! svo góð lyktin af þessu spreyji og helst eins vel og gæða steypa þakka þér fyrir!
Get ekki beðið eftir að gera mig tilbúna með þessum yndislegu vörum og ganga um með drauma ilminn af þeim :)




Sítt hár! krullur! undra hárvörur!
hvað getur klikka?? :)

Takk í bili 
Með sól í hjarta og Bros á vör
Karen Lind Thompson

mánudagur, 5. maí 2014

Ofurhetju gallinn UA - 8 dagar í brottför



Dagurinn í dag hefur verið alveg ofboðslega annasamur en samt sem áður alveg ofboðslega góður líka! 

Ég byrjaði daginn klukkann 6:15 og tók góða 40 mín brennslu í world class Egilshöll. Skundaði svo heim í sturtu og byrjaði vinnu daginn snemma. Ég er mjög heppin með það að vera að vinna sem sölumaður og er á rúntinum allann daginn svo að ég get skottast við þar sem ég þarf að fara.

Um hálf 10 fór ég til hans Magna á Kírópraktorstofu Íslands. En það er alveg hreint lygilegt hversu mikinn mun ég finn á líkamanum á mér og er að verða eymslalaus. Svo ekki sé minnst á hvað það hefur haft góð áhrif á pósurnar hjá mér þar sem hann er búinn að losa vel um mjóbakið á mér og mjaðmirnar.


Ég kom einnig við í Altis í hafnarfirði til þess að dressa mig upp fyrir ferðalagið til Santa Susanna. En þar sem að við erum að fara að ferðast í um 12 tíma og þurfum að taka 2 flug og keyra smá að þá vill ég vera við öllu búin. Ég á nefnilega mjög auðvelt með að vatnast upp. Svo að ég fékk mér eitt stykki Recharge galla til þess að ferðast í.

Photo: Jæja þá er ofurhetju gallinn kominn í hús :) UNDER ARMOUR ICELAND  #underarmour #fitwoman #ofurhetja
Ofurmenna búningurinn minn!
Mér finnst hann nú alveg mega töff þó svo þetta sé kalla gallinn en hann er úr þunnu  mjög þægilegu efni sem að andar vel í gegn. Er með eitthvað svona odour free efni þannig að þó svo að þú svitnir að þá kemur ekki mikil svitalykt af þér.
Hér er smá lýsing sem ég fann um notagildi gallans


"When you train or compete, your muscle fibers get damaged. That's why you're sore.Then, water invades your muscles as they heal. That's why you swell. But water actually slows the process. Recharge targets muscles, pushes the water out, and enables your muscles to mend faster.
How do we know? We tested it. Dr. William Kraemer led a study pitting Recharge against loose garments. After performing hardcore strength & conditioning workouts, college athletes wore Recharge vs. the loose stuff for 24 hours. Dr. Kraemer's team ran a battery of tests on the athletes, and the results were clear: Recharge makes you feel better, stronger, and more energized. The loose stuff doesn't.

For best results, put RECHARGE® on after your post-game/workout shower & wear for 24 hours. Results may vary between athletes. "
 



 Photo: Got myself a recharge suit from @underarmouriceland to travel in :) when i hold it in my hand it looks like it fits on a 6 year old :) and this is the man suit :)  so comfortable and the fabric is very light :) thank u @underarmouriceland  for everything :* 
#underarmour #underarmouriceland #superwoman #ibelieveicanfly #tight
Gallinn semsagt er það þröngur að hann er að veita ákveðið aðhald að vöðvunum til þess að þeir safni ekki vatni og þú vatnast ekki. Hann er ætlaður til notkunar við og eftir æfingar til þess að flýta fyrir recovery tíma vöðvanna.
Svo að ég ætla að nýta mér þennann galla á meðan ég er að ferðast til þess að forðast vökvasöfnun en ég vatnast auðveldlega. Ég hafði einnig hugsað mér jafnvel að sofa í honum nóttina fyrir mót :) Better safe then sorry.
 
Ég hef verið að reyna að finna aðra keppendur sem verða með mér í flokki en ég er svo akkurat á milli flokka þar sem mörkin standa á milli 169cm og ég mældist 169,1 á íslandsmótinu. En þegar að ég keppti á HM þá voru þeir með hæðarmælingardót sem var ekki með neitt sem afmarkaði hvar ég átti að hafa hælana og þar var ég 168cm. Svo að ég býst við að vera þeim neðri. Semsagt þarnæsthæsta flokknum :P (2 flokkar fyrir ofan mig.)



En ég fór líka í Hárlengingar.is
Fékk hárlengingar mínar aftur! hætt að líða eins og Grýlu og orðin prinsessa aftur :) 
En svo fer ég í litun hjá Kristínu á ZOO.is á morgun þar sem við klárum loka litinn og lookið sem ég er að sækjast eftir :)
Er svo þakklát að hafa svona mikla fagmenn að vinna að þessu með mér! Ég hef alltaf átt mjög bágt með að treysta öðrum fyrir hárinu á mér og guð hvað það er gott að hafa loksins fundið eitthverja sem að ég get treyst :)