mánudagur, 27. janúar 2014

Pósunámskeið





Það má segja að það sé ýmislegt uppá prjónunum hjá manni þessa stundina!
Við Margrét Gnarr erum í fullu að undirbúa Pósunámskeið sem við verðum með fyrir Páskamótið. Við munum taka að okkur módel fitness stúlkur og kenna þeim réttu tökin. Mjög þæginlegt að vinna með Margréti þar sem við erum báðar sekar um smá fullkomnunar áráttu og förum við báðar 100% eftir settum reglum hvað varðar  pósur og keppnisfatnað. Svo ekki sé nú talað um hversu miklum tíma við höfum eytt saman í að horfa á myndbönd af öðrum keppendum og setið útí sal og horft á þá og útpælum hlutina alveg hægri vinstri.
Við munum vera með tímana á Sunnudögum klukkan 14 í World class laugum. Skráning er þegar hafin  á netfanginu karenlindr@gmail.com en fyrsti tíminn byrjar 9.mars!! eða 6 vikum fyrir mótið.



Ég er einnig komin með nýja vinnu! :) jey me!
Ég er samsagt orðin sölustjóri MySecret Aada  En ég hef sjálf verið að drekka drykkina frá þeim síðan um hátíðirnar. Þetta eru semsagt drykkir sem eru framleiddir hér heima á Íslandi og er jarðgufan í hveragerði notuð við framleiðslu drykkjana. Einungis náttúrulegar afurðir notaðar og engina lit- eða rotvarnarefni! Eftir áramótin drakk ég sjálf ½ flösku á dag af þessum drykk í viku og ég bókstaflega horfði á allt vatnið renna af mér! (var mjög vötnuð eftir hátíðirnar).




3 Engiferdrykkur með cayenne og lemon balm
Cayenne pipar drykkurinn er mjög öflugur. Hann inniheldur 6.5% engifermagn og Lemon balm.  Cayenne er mjög kröftugt krydd og getur haft áhrif á fitubrennslu líkamans, dregið úr matarlyst ásamt því að auka blóðflæði.  Lemon balm virkar róandi á magann  og mikið notuð við magakveisum tengdum kvíða og stressi, vindgangi,ógleði og krampa.  Einnig er hún sögð róa öran hjartslátt í tengslum við streitu og vera heppileg fyrir fólk sem er auðpirrað. Í Lemon balm  er vírusdrepandi efni sem m.a. er sagt virka vel gegn frunsum.

Frábært að drekka þennan þegar  þú stundar líkamsrækt.


Uppáhaldsdrykkurinn minn er með Cayenne pipar en hann er einmitt mjög hentugur fyrir  brennlsluna :)

Annars gengur bara undirbúningurin hjá mér fyrir EM bara nokkuð vel :) er að köttast rólega niður en finn og sé það strax að ég verð ekki lengi að komast aftur í keppnisformið sem ég komst í í haust en ætla mér að verða ennþá flottari :)
pease out :* 

https://developers.facebook.com/docs/plugins/

mánudagur, 13. janúar 2014

Hárdekur uppskriftir - Hárvaxtar formúla

Dekurdrós
Ef að það er eitthvað sem að ég elska að gera þá er það að finna undra efni og lausnir fyrir betra og fallegra útlit, bætta heilsu og betri húð og hár. Þar sem að ég er búin að setja inn blogg með uppskrift af andlits maska og fékk mjög góð viðbrögð við þeirri færslu og sá kaffibrún maukuð andlit hertaka facebookið hjá mér þá hef ég ákveðið að setja inn nokkrar hár formúlur sem ég kem til með að prufa.
 

Það er ótrúlegt hvað hollt matarræði skipti miklu máli fyrir hárið!! Það er ótrúlegt! En nú hef ég sankað að mér nokkrum formúlum fyrir hárið sem mig langar að deila með ykkur :) en ég mun sjálf koma til með að prufa þessar útvöldu uppskriftir :)

Hármaski gegn Hárlosi
Egg hafa verið notuð í áraraðir til að koma í veg fyrir hárlos enda er egg með mikla uppsprettu af prótein en hárið sjálft er að mestu leyti úr próteini. Eggið inniheldur einnig mikið magn af Súlfúr (sulphur) zink, járn, selenium og fosfór.
2x eggjahvítur
2 teskeiðar olivu olía
2 teskeiðar hunang.
Hrært vel saman þar til úr verður eins og gott krem og makið í allt hárið og látið sitja í hárinu í 20 mínútur. Skolið næst með köldu vatni og þvoið með sjampói :)

Kartöflusafi fyrir aukinn hárvöxt
Kartöflusafinn eykur hárvöxt og þykkir hárið og er með einföldustu uppskriftinni.
Takið nokkrar kartöflur og skerið í smáa bita. Ég ætla að setja þær í matvinnsluvélina og mauka vel. Setjið maukið í tusku og kreystið safann úr og í annað ílát. Berið safann í hársvörðinn og látið bíða í 15 mínútur. Næst er skolað úr.

Bonapetit

fimmtudagur, 2. janúar 2014

Uppgjör 2013

Þá er tími til kominn til þess að kveðja árið 2013 og takast á við verkefni ársins 2014

Ég byrjaði árið á 2 keppnum um páskana. Íslandsmót IFBB en þar hafnaði ég í 1.sæti í bláa fallega bikiníinu mínu frá Freydís Bikini





Morguninn eftir Íslandsmótið lá leið mín til Ringsted í DK þar sem ég tók þátt á Loaded cup ásamt fallegu skvísunum Vilborg, Veru og Ingu Láru. Skemmtileg ferð en þar endaði ég í 4.sæti


Ætlunin var að njóta sumarsins og taka góða keppnishvíld en þá fór hugurinn að reika og rataði hugurin hjá Heimsmeistaramótinu í Kænugarði og vildi ég toppa mig algjörlega svo að ég hafði samband við Manninn sem er með allt á hreinu. Jóhann Norðfjörð tók mig að sér í þjálfun og fór sumarið í keppnis undirbúning.

Við komust 1x útúr bænum og á vestfirðina fjörðu þar sem rætur mínar eiga sér ávallt stað :) Við fylgdum vestfjarðarvíkingnum eftir en hann Ríkharð minn ætlaði sér að keppa en fékk í bakið 2x vikum fyrir mótið svo við nutum þess að horfa bara á. Enduðum svo helgina með eðal sveita balli á Dýrafjarðardögum! hef aldrei upplifað aðra eins skemmtun!!!

Í September var förinni heitið til Kænugarðs með Margréti Gnarr og Mr.Norðfjörð
Ótrúlegur galsi í okkar alla ferðina og þvílík skemmtun! Að koma til Úkraínu er eins og að ferðast 30-40 ár aftur í tímann! svo mikið vesen að reyna að tala við fólk og reyna að fá þjónustu.
Við vorum svo heppin að hitta hinn yndislega Clause Willemer en hann er með þekktustu ljósmyndurum sem taka myndir af öllum flottustu IFBB keppnunum og við Margrét fengum tækifæri á myndatöku með honum einn morguninn svo við höfðum 15 mínútur til þess að mála okkur og klæða upp og svo var rúllað í Hydro Park! En það er einmitt mjög fyndið að ef þú googlar og youtube-ar The worst gym in the world að þá kemur upp Hydro park


Geðveik upplifun að vera þarna en tækin eru búin til úr brotajárni og varahlutum úr skriðdrekum!!!

 vorum btw ekkert með neitt mikið úrval af fatnaði með okkur þar sem við bjuggumst engan veginn við að vera að fara í myndatöku þarna úti :)


Æðislegur dagur :)



Í flokknum mínum voru 32 keppendur. og einmitt nær allar flottustu og frægustu píjurnar í flokknum mínum enda kom forsetinn Rafael rétt áður en við fórum á sviðið og bað okkur keppendurnar afsökunar að þeir skildu ekki hafa útbúið auka hæðarflokk en þetta var virkilega sterkur flokkur.
En ég komst uppí 15 manna úrslit og tók 12.sætið.




Þegar heim var komið var allt sett í botn, aukið við brennslurnar og fullkomnað pósurnar fyrir Arnold classic í Madríd. Það skilaði sér svona líka vel en ég náði 2.sæti í mínum flokki og ótrúlega ánægð með þann árangur :) kom heim með silfrið!
strax eftir mótið greip ljósmyndari Muscle and Fitness (man ekki frá hvaða landi) mig og fékk mig í smá myndatöku :)

Hér er ég og hin fallega Georgia Simmons en hún er einnig í Team Norðfjörð

Ég, Svetlana og Katrín fallega :)

Toppurinn á Ísnum er svo þegar að ég vann loksins "Overall" sigur á Bikarmóti IFBB hér heima í Nóvember




Æðislegt keppnis ár að baki :)
greinilega hefur lítið merkilegt gerst í lífi mínu þetta árið fyrir utan keppnir og keppnis undirbúning og skólaseta í Hársnyrtiskólanum :) Nú hefst nýja árið á atvinnuleit og undirbúning fyrir næsta ár. en er að leitast eftir að komast á samning í hárgreiðslunni og krossa fingur að á eitthverri stofunni muni eitthver taka mér opnum örmum :)

Vill minna á Þjálfunar Like síðuna mína sem ég var að stofna á Facebook :) nú fer fjarþjálfunin hjá mér alveg á fullt :)

Þjálfun Karen Lindar

Vill einnig Þakka styrktaraðilum mínum kærlega fyrir ómetanlegan stuðning og hjálp

Fitness Sport
Akríl neglur og augnhár Guggu
Under Armour Iceland
World Class
Wow air
Hárlengingar.is
Marko merki
Stjörnubros

GLEÐILEGT NÝTT ÁR ! ÁST OG FRIÐUR!