Dekurdrós
Ef
að það er eitthvað sem að ég elska að gera þá er það að finna undra efni og
lausnir fyrir betra og fallegra útlit, bætta heilsu og betri húð og hár. Þar
sem að ég er búin að setja inn blogg með uppskrift af andlits maska og fékk
mjög góð viðbrögð við þeirri færslu og sá kaffibrún maukuð andlit hertaka
facebookið hjá mér þá hef ég ákveðið að setja inn nokkrar hár formúlur sem ég
kem til með að prufa.
Það
er ótrúlegt hvað hollt matarræði skipti miklu máli fyrir hárið!! Það er
ótrúlegt! En nú hef ég sankað að mér nokkrum formúlum fyrir hárið sem mig
langar að deila með ykkur :) en ég mun sjálf koma til með að prufa þessar útvöldu
uppskriftir :)
Hármaski gegn Hárlosi
Egg
hafa verið notuð í áraraðir til að koma í veg fyrir hárlos enda er egg með
mikla uppsprettu af prótein en hárið sjálft er að mestu leyti úr próteini.
Eggið inniheldur einnig mikið magn af Súlfúr (sulphur) zink, járn, selenium og
fosfór.
2x eggjahvítur
2 teskeiðar olivu
olía
2 teskeiðar
hunang.
Hrært
vel saman þar til úr verður eins og gott krem og makið í allt hárið og látið
sitja í hárinu í 20 mínútur. Skolið næst með köldu vatni og þvoið með sjampói :)
Kartöflusafi fyrir aukinn hárvöxt
Kartöflusafinn
eykur hárvöxt og þykkir hárið og er með einföldustu uppskriftinni.
Takið
nokkrar kartöflur og skerið í smáa bita. Ég ætla að setja þær í
matvinnsluvélina og mauka vel. Setjið maukið í tusku og kreystið safann úr og í
annað ílát. Berið safann í hársvörðinn og látið bíða í 15 mínútur. Næst er
skolað úr.
Bonapetit
Engin ummæli:
Skrifa ummæli