Það má segja að það sé ýmislegt uppá
prjónunum hjá manni þessa stundina!
Við Margrét Gnarr erum í fullu að
undirbúa Pósunámskeið sem við verðum með fyrir Páskamótið. Við munum taka að
okkur módel fitness stúlkur og kenna þeim réttu tökin. Mjög þæginlegt að vinna
með Margréti þar sem við erum báðar sekar um smá fullkomnunar áráttu og förum
við báðar 100% eftir settum reglum hvað varðar
pósur og keppnisfatnað. Svo ekki sé nú talað um hversu miklum tíma við
höfum eytt saman í að horfa á myndbönd af öðrum keppendum og setið útí sal og
horft á þá og útpælum hlutina alveg hægri vinstri.
Við munum vera með tímana á Sunnudögum
klukkan 14 í World class laugum. Skráning er þegar hafin á netfanginu karenlindr@gmail.com en fyrsti tíminn
byrjar 9.mars!! eða 6 vikum fyrir mótið.
Ég er einnig komin með nýja vinnu! :)
jey me!
Ég er samsagt orðin sölustjóri MySecret Aada En ég hef sjálf verið að drekka drykkina frá
þeim síðan um hátíðirnar. Þetta eru semsagt drykkir sem eru framleiddir hér
heima á Íslandi og er jarðgufan í hveragerði notuð við framleiðslu drykkjana.
Einungis náttúrulegar afurðir notaðar og engina lit- eða rotvarnarefni! Eftir
áramótin drakk ég sjálf ½ flösku á dag af þessum drykk í viku og ég bókstaflega
horfði á allt vatnið renna af mér! (var mjög vötnuð eftir hátíðirnar).
3 Engiferdrykkur með cayenne og lemon balm
Cayenne pipar drykkurinn er mjög
öflugur. Hann inniheldur 6.5% engifermagn og Lemon balm. Cayenne er
mjög kröftugt krydd og getur haft áhrif á fitubrennslu líkamans, dregið
úr matarlyst ásamt því að auka blóðflæði. Lemon balm virkar róandi á
magann og mikið notuð við magakveisum tengdum kvíða og stressi,
vindgangi,ógleði og krampa. Einnig er hún sögð róa öran hjartslátt í
tengslum við streitu og vera heppileg fyrir fólk sem er auðpirrað. Í
Lemon balm er vírusdrepandi efni sem m.a. er sagt virka vel gegn
frunsum.
Frábært að drekka þennan þegar þú stundar líkamsrækt.
Frábært að drekka þennan þegar þú stundar líkamsrækt.
Uppáhaldsdrykkurinn minn er með
Cayenne pipar en hann er einmitt mjög hentugur fyrir brennlsluna :)
Annars gengur bara undirbúningurin hjá
mér fyrir EM bara nokkuð vel :) er að köttast rólega niður en finn og sé það
strax að ég verð ekki lengi að komast aftur í keppnisformið sem ég komst í í
haust en ætla mér að verða ennþá flottari :)
pease out :*
https://developers.facebook.com/docs/plugins/
Engin ummæli:
Skrifa ummæli