sunnudagur, 27. apríl 2014

Útlitsbreyting - Philip B. - Midgard Fitness



Biðin á milli móta getur verið The worst!
Það er í rau verra að bíða eftr að keppa á öðru móti ef að manni fnnst maður vera tilbúin. En þar sem ég er með fullkomnunar áráttu hvað varðar form og sviðsframkomu þá vill ég alltaf vera búin að bæta mig milli móta. Svo nú er ég og Jóhann að fínpússera skrokkinn

Svo er ég að pússa til sviðsframkomuna og kaupa nýja skó til þess að vera í 
Er pínu keppnis skó alki :P
En það sem að verður kannski mesta breytingin hjá mér verður hárið.
Eftir að hafa skoðað myndir frá íslandsmótnu finnst mér ég hafa farið of ljóst. 
'Eg hef alltaf verið dökkhærð týpa og ætla að dekkja mig upp aftur nema vera
með hlýja tóna í hárinu á mér.
Mér fannst augun og bara andlitið ekki njóta sín nægilega með ljósa hárið :)
Þetta er það sem ég ætla að prufa mig í :)


Kristín Egils og Hárlengingar.is ætla að vinna í þessu saman fyrir mig en
ég kann alltaf betur við mig með frekar dökka rót og ljósar tóna niður hárið :)

Ég ákvað að taka pásu hvað varðar hárlengingar eftir Íslandsmótið. En kem svo til með að láta setja aftur í mig fyrir EM og Olympia
Bæði til þess að breyta háralitnum og til þess að geta tekið smá hárdekur treatment fyrir blessuðu endana mína. En hárið mitt er orðið frekar steikt og þurrt eftir lýsingarnar.

 
 Ég er með vörur frá Philip B. sem að ég hef notað til þess að næra hárið á mér og koma því í gott form aftur. En ég er mikill aðdáandi af næringarspreyjinu þeirra og olíunni sem er látið liggja í endunum en ég set hana í endana áður en ég fer að sofa á kvöldin. Ef ég hef tíima hef ég einnig farið með hana í hárinu í morgunbrennsluna og svo beint í sauna til þess að fá enn meiri virkni :)
 Þessar vörur eru að bjarga á mér hárinu!
Enda búin að fá margar fyrirspurnir um þær bara í sturtuklefanum :P
Konur elska undraefni :)


Það sem hefur einnig verið að halda mér busy í þessari bið er að við vorum að stofna 
Midgard Fitness!



En þar getur þú valið þér úr um 4 fjarþjálfara til þess að koma í þjálfun til
Við munum einnig vera fréttamiðill fyrir íslenska fitnesskeppendur
og munum koma til með að posta inn myndum, myndböndum, viðtölum við keppendur sem hafa verið að gera það gott um alla evrópu.
Hún mun aðallega vera á ensku.

Endilega kíkið á heimasíðuna (bráðabirgða og er en í vinnslu)


og svo faebook like síðuna




þriðjudagur, 22. apríl 2014

Uppgjör eftir Páskana :)

Íslandsmót IFBB 2014 lokið!

Jæja nú er alveg hreint stórfenglegu Íslandsmóti lokið! Og ég verð að segja að sterkara mót hér heima á Íslandi hef ég bara ekki séð! ótrúlega margir sterkir og þrusu góðir keppendur. Mér fannst þetta frábært mót alveg frá A-Ö :)

PlakatIslandsmot2014_1600px

Á miðvikudeginum var alveg brjálað að gera hjá mér! Ég þurfti að klára öll verkefnin fyrir vinnuna, þurfti óvænt að fara með keppnis skónna í viðgerð! Hélt frábært Pósu workshop með Margréti Gnarr og fór svo sjálf í hæðamælingu fyrir mótið :)

 

Það var ótrúlega gaman á workshoppinu og komu flottar og skemmtilegar stúlkur til okkar. Það var voðalega þægileg stemning hjá okkur þar sem við byrjuðum með smá fyrirlestri og svara spurningnum sem stelpunum lá á hjarta og undum okkur svo beint í pósuþjálfun :)  eftir pósurnar fóru allar stúlkurnar í smá myndatöku hjá Sveinba og fengu svo smá fyrirlestur frá Alþjóðadómurunum okkar þeim Jóhann Norðfirði og Georgi Garðars.

Í lokin fengu svo allir goody bag frá styrktaraðilum workshoppsins :)

Í hæðarmælingunni leið mér alls ekki eins og ég væri komin til þess að skrá mig inn. Eftir 6 vikna pósuþjálfun með stelpunum var mér farið að líða eins og ég væri nú bara komin til þess að halda í höndina á þeim og fylgja þeim alla leið :P

Á fimmtudeginum byrjaði svo fjörið, ég var búin að vera með smá hálsbólgu alla vikuna en ætlað nú samt sem áður að halda vananum og horfa á Fitness og vaxtarræktina um kvöldið og vinna aðeins á Fitness Sport básnum :) 
En eftir 3gja klukkutima hausverk kom ég mér loksins heim og var komin með smá hita og orðin frekar vötnuð :(  var það alveg til þess að fylla á stressið hjá mér.

Keppnis morguninn var ég alveg óvenju stressuð... Mér leið nú bara eins og vökvalosuninn hefði farið öll í vaskinn.. Ég náð að brjóta nögl bara í bílastæðinu heima hjá mér  og var bara alls ekki með sjálfri mér þennann morgunn. Enda verð ég aldrei stressuð á mótsdegi en nú var rauninn sko allt önnur!
En allt er gott sem endar vel! Ég náði að leggja mig aaaaðeins yfir daginn, fékk smá kökusneið í kroppinn og var orðin mikið skárri fyrir kvöldið :)

Photo: update!
I was nominayed for the athlete of the year 2013 and got 3rd place :)
Im in the finals and waiting to go on stage again ;)
xoxoxo

Ég var tilnefnd til íþróttamanns ársins árið 2013 og fékk ég þar 3.sætið fyrir árangurinn minn, Kristín Kristjáns varð í 2.sæti og svo hún Margrét Gnarr í 1.sæti :)

Mynd frá Sigurði Steinþórssyni

Ég náði að landa inn fyrsta sætinu í flokknum mínum og varð heildarsigurvegari líka! Það tók mig smá tíma að átta mig á því að Maggi kynnir hafði sagt nafnið mitt en mikið ofboðslega var það góð tilfinning!

Photo: I am so happy for one of my best friends @karenlindr!
Yesterday she won her class at the @ifbb Icelandic Championship 3rd year in a row and she also won the over all title!!
Here I am handing over her over all trophy and I was trying my best not to cry! I know how hard she workes and she is such a kind hearted person! She is always there for me and others! Backstage she is nice to other competitors and if anybody needs help shes there !
I am so happy to have her in my life and I belive she will soon hit the Pro stage with me!HOW AWESOME WOULD THAT BE???
Her next shows are Mozolani Classic and @ifbb European Championship 

Congratz on all of your success dear @karenlindr ❤❤❤

Photographer is http://benzophoto.com :) 
Bent Marinósson Benzo ljósmyndun

@midgardfitness @johannvnordfjord @ifbb @mozolani @eastlabs_web #karenlind @karenlindr #bikinifitness #ifbbislandsmot #ifbbicelandicchampionship

Og ekki var það verra að ein af mínum bestu vinkonum var að aafhenda mér verðlaunin og fékk svo innilegt knús frá henni :)

Overall - mynd: Sigurður Steinþórsson

Ég tók mér 2 daga í pásu og smá nammiát en nú er alvarann hafin aftur :) í dag er akkurat 3x vikur þar til ég flýg út með Team Iceland að keppa fyrir hönd IFBB Íslands á Evrópumeistaramótinu í Santa Susanna.
Langar enn og aftur að þakka öllum styrktaraðilum mínum fyrir alla hjálpinu og mun reyna að láta verða stutt í næsta blogg :)


Fitness Sport
Hárlengingar.is
Under Armour Iceland
Snyrtistofan Mizú
Philip B. Ísland
Jan Tana
World class
Kírópraktorstofa Íslands
Bikinis by Freydís
Stjörnubros
Marko merki
 
 

þriðjudagur, 8. apríl 2014

Enjoy this moment, for this moment is your life



Síðustu dagar fyrir mót

Fyrir mér eru síðustu dagar fyrir mót frekar heilagir. Þetta er ekki einungis prinsessu beauty treatment tíminn heldur líka tíminn til þess að slaka á.  Andlega hliðin hefur nefnilega sinn toll að gjalda á líkamlega ástandið ef að það er ekki í lagi. Ef mikið er um stress þá getur líkaminn vatnast og er það eitthvað sem að fitness keppandi vill alls ekki! 

14-8 dagar í mót
Þegar það eru cirka 10-14 dagar í mót þá geng ég frá öllum lausum endum. Ef að eitthvað vantar að þá er ég búin að redda því á þessum tíma. Check listinn er einfaldur. Þetta eru hlutirnir sem ég geng frá á þessum tíma


  • ·        Hárlengingar ( Hárlengingar.is )
  • ·        Bikiní ( bikinís by Freydís )
  • ·        Brúnka og skrúbb ( Jan Tana )
  • ·        Hælar
  • ·        Augnhár
  • ·        Make up vörur sem vantar
  • ·        Hársnyrtivörur sem vantar ( Philip.B )
  • ·        Neglur,vax, litun og plokkun ( Mizú Snyrtistofa )


Þær stúlkur sem að panta tíma í förðun og hárgreiðslu skulu aldrei taka séns á að vera eitthvað tæpar á mótsdegi. Ef maður er eitthvað tæpur á tíma þá verður maður stressaður, vatnast upp og getur byrjað að svitna og brúnkan byrjar að leka. 


7 > dagar í mót

Þegar svona stutt er í mót er ég sjálf hálfpartinn búin að kúpla mig frá heiminum. Ef að allt er í lagi og tilbúið af check listanum hjá mér þá er ekkert sem að getur angrað mig. Ég sé til þess að ekkert stress eða álag sé í kringum mig og hef svona „ákveðið“ að það er ekkert sem að fer úrskeiðis á meðan ég hef skipulag á hlutunum. Fjölskyldan verður soldið að skilja það að slæmar fréttir mega bara koma eftir mót. :P Í seinustu vikunni byrjar líka smá dekur treatment. Ég held á að skrúbba líkamann með Jan Tana body scrub. Síðasti hárþvotturinn verður í dekurþvotti hjá Kristín Egils á Zoo.is og fyrsti í brúnku byrjar á Miðvikudeginum fyrir mót. En þá ber ég á mig 2x umferðir af Brasilían Tan

Skilaboðin sem ég er að reyna að gefa öllum meðkeppendum mínum er að muna að njóta ferðarinnar. Afrakstur alls erfiðisins er að nálgast! :)

mánudagur, 7. apríl 2014

Aldrei sætta þig við lélega heilsu!!





Núna í febrúar síðast liðnum var ég svo ofboðslega lánsöm að fá styrk hjá Kírópraktorstofu Íslands. Ég byrjaði á því að fara í standandi röntgen og fékk að sjá að hryggurinn á mér er í laginu eins og S ! og að hann annar fóturinn er 7mm styttri en hinn. Mér fannst eins og ég hafði fengið svör við svo mörgum spurningum mínum bara á þessum stutta tíma. En ég hef verið með slæma nára og mjaðmir síðan að ég var barn og var hægt að rekja það til þessa.

 Ég byrjaði á að mæta 3x í viku og seinna 2x í viku og meistari Magni náði að losa alveg ofboðslega mikið á mér um mjaðmir, mjóbak og háls. En ég var orðin svo ofboðslega stíf og stirrð að ég náði ekki pósunum réttum. Enda er þvílíkur munur á bæði pósunum og líkamlegum líðann!

Eftir að ég var búin að vera hjá honum í að verða 2 mánuði áttaði ég mig á því að ég var búin að vera verkjalaus í um 2 vikur í bakinu! Sem er alveg ótrúlegt fyrir  mér þar sem ég er með króníska verki í brjóstbaki eftir 2x bílslys sem ég lenti í 2008 og 2009.
Maður áttar sig oft ekki á því fyrr en eftirá hvað heilsan og líkamlegt ástand er ofboðslega mikilvæg. Þetta er nú líkaminn okkar sem heldur okkur uppi og kemur okkur á milli staða. Svo ekki sé nú minnst á bakið og stoðkerfi líkamans en það eru svo ótal ótal margar taugar og kerfi sem að tengjast bakinu og getur haft áhrif.

Maður á aldrei að sætta sig við verki og óþægindi.... það getur verið ótrúlega lítið mál að „gera við mann“ ef maður leitar til réttra fagmanna. Ég get sagt að ég mæli 100% með strákunum á Kírópraktorstofu Íslands 
Eftir að hafa farið reglulega til kíró hef ég einnig náð betri æfingum. Þeir leiðbeintu mér á hvernig teygjur hentuðu mér best og ýttu mér áfram í að rúlla líkamann mun meira en það hefur hjálpað mér alveg svakalega til þess að standa undir öllu æfingar álaginu.  Ég sá líka alveg árangurinn eftir því!





Mér finnst nær óhugsandi að vera ekki hjá kíró eftir allt sem að þeir hafa gert fyrir mig. Ég næ pósunum mun betur og án verkja Ég er miklu betri í baki og hálsi og fótum og er svoo tilbúin fyrir sviðið um páskana :)