Nú eru 2 vikur liðnar síðan Bikarmót IFBB var haldið hér heima á Íslandi....
Mikið guðs lifandi var ég fegin að fá langþráða pásu en það er nú fljótt hvíldar hugurinn farinn frá manni... Keppnisgræðgin stígur fast í hausnum á manni þegar maður skoðar myndir frá hinum og þessum stúlkum útí heimi sem enn eru að keppa og stíga á svið á þessu ári... Og ég sit heim að safna vatni (vatnast upp aftur) og smá vetrarforða :P og auðvitað að bæta formið ;)
Næsta mót sem að ég stefni á er að öllum líkindum EM sem verður alveg örugglega núna fyrri part ársins.. sirka maí en það er ekki alveg komin dagsetning á það :) Ég ætla mér að koma með flottasta skrokka formið til þessa árið 2014 og eru ýmsar litlar breytingar í höfðinu á mér og Mr. Norðfjörð þjálfaranum mínum. Ég er alveg ofsa ofsa spennt og hlakka mikið til að vinna í og sjá árangurinn birtast framm að næsta móti :)
Næsta mót sem ég tek samt þátt í svo ég sé nú ekki að gleyma því er kraftlyftingarmót!
Jább ég ætla að fara að durgast smá á jólamótinu í deddi og bekk i þorlákshöfn... endilega ef að ffleiri kvennskörungar vilja taka þátt og eiga góðann skemmtilegan dag að drífa sig og skrá sig!!! :)
Nýr styrktaraðili er einnig komin í hús :) Fitness sport
Kemur til með að standa þétt við bakið á mér fyrir komandi mót og undirbúning! Ég er alveg einstaklega ánægð með að hafa fengið þá í lið með mér og hlakka ég mikið til samstarfs okkar ;)
Annars fer maður að detta í jólafrí... semsagt eftir næsta föstudag þá er ég komin í jólafrí :)
verður ljúft að hafa allann tíma í heiminum til þess að æfa, baka, þrífa og gera fínna og fínna heima og svo er planið vonandi að skella sér aðeins útá land að heimsækja gamla settið :)
sunnudagur, 24. nóvember 2013
laugardagur, 23. nóvember 2013
Jólapúkin lítur dagsins ljós
Það er alveg ljóst að jólapúkinn í mér er komin og ég kemst varla frá ofninum mér finnst svo gaman að baka!
Í dag setti ég í uppáhalds hafrakökurnar mínar en það sem ég elska mest við þær er að þær fletjast út og verða ekki harðar eftir 2-3 daga (ef þær endast svo lengi)
Fyrst er hrært olíunni og eggjunum
þurrefnunum blandað saman við og hrært vel
Súkkulaði eða annað gúmmelaði blandað síðast við
Mér finnst best að móta í kúlur í lófanum og kremja svo á bökunarpappírinn
1 bolli isio 4 olía
1 bolli púðursykur
1/2 bolli sykur
1/2 bolli agave sýróp
2 egg
1 1/2 bolli hveiti
1 tsk salt
1 tsk lyftiduft
3 bollar haframjöl/ kókos ( gott að hafa bæði)
1 boklu Súkkulaði/rúsínur/?
1. Olía og sykur hrært
2. Egg og vanilludropar
3. þurrefni
4. haframjöl
5. gúmmelaði ;)
10-12 mín á 180 gráðum
Njóta með góðum kaffibolla!!
þriðjudagur, 12. nóvember 2013
Sigur í höfn
Stórkostlegu Bikarmóti IFBB er lokið og þar af leiðandi
minni fimmtu og síðustu keppni á þessu ári!
Ég varð í 1.sæti í flokknum mínum og varð heildarsigurvegari
í Bikini fitness um helgina og tók tvo risa bikara með mér heim að þessu sinni!
Frábær keppni eins og alltaf og finnst mér alltaf svo gaman að keppa hér heima.
Fullt af fallegum kroppa stelpum í formi lífsins að springa úr ánægju með
sjálfa sig og búnar að byggja upp sjálfstraust til þess að stíga á stóra
sviðið.
Ég er nýbúin að setja upp bikara hillu heima hjá fyrir alla
bikarana og minna þeir mig á hversu langt maður er komin. Ef eitthver hefði
sagt við mig fyrir 2 árum síðan að ég væri myndi vinna mér inn alla þessa sigra
á svona stuttum tíma hefði ég aldrei trúað því!. En ég byrjaði einmitt minn
undirbúning fyrir mitt fyrsta mót í nóvember 2011. En þá var ég að skoða myndir
síðan á bikarmótinu þá og hugsaði nú með mér....pff ég get þetta alveg... best
að hefjast handa og athuga hversu langt ég kemst með tærnar í hælana á
stelpunum. En viti menn, 2 ár eru liðin og er ég er tvöfaldur íslandsmeistari,
tvöfaldur bikarmeistari, komst í undanúrslit á Arnold classis (13.sæti 2012)
varð í 4.sæti á Loaded cup, 12.sæti á Heimsmeistara móti (keppti i sterkasta
flokknum og varð í 12.sæti af 32 stúlkum) og svo 2.sætið á Arnold classic
Europe á þessu ári og toppaði allt með Over all sigri hér heima um helgina :)
Ég gæti ekki verið sáttari! Ég er líka svo ánægð með
ákvörðun mína að fá mér þjálfara núna í sumar og varð valið hjá Jóhanni
Norðfjörð. En hann er einnig alþjóðadómari hjá IFBB og hann veit alveg
nákvæmlega í hvernig formi maður á að vera hverju sinni og hvað er leitast
eftir. Ekkert smá ánægð að hafa fengið hans aðstoð og stuðning og vináttu í
gegnum öll þessi móti núna á seinni hluta ársins.
Núna mun ég sjálf fara í smá pásu frá keppnum og mun
aðallega einbeita mér að því að þjálfa aðra en ég er að opna fyrir
keppnisþjálfun fyrir stelpur sem vilja taka þátt á Íslandsmótinu i módelfitness
um páskana 2014. Ég er líka orðin svo baksturs sjúk og elska að útbúa og gera
hollar uppskriftir og mun vera dugleg að pósta inn uppskriftum af ýmsu
gúmmelaði hér á þessa síðu.
Takk kærlega fyrir mig.
föstudagur, 8. nóvember 2013
BIKARMÓT IFBB Á MORGUN!!
1 Dagur í mót!
Föstudagur..... það þýðir að á morgun er Laugardagur! Það er
komið að þessu!
Það er búið að vera brjálað að gera hjá mér núna í lífinu
undanfarnar 2 vikur. Mörg verkefni og próf í skólanum. Smá veikindi, hætti í
vinnunni minni en fékk gömlu vinnuna mína aftur hjá Sparnaði J smá erfiðir tímar en
ofboðslega góðir tímar til að vega upp á móti J
Búin að fara í neglur hjá Guggu minni, hárið lagað af
Kristínu í Höfuðlausnum (life-safer!) og búin að vaxa, plokka og lita sjálf hér
heima. Nú bíð ég bara spennt eftir að geta þvegið hárið uppúr spari sjampóinu
og næringunni minni frá Philip B.!!!! Ohmg get ekki beðið eftir að verða
prinsessan á glimmer skýi!!
Fyrir tæpri viku kom út nýtt tölublað fitnessfrétta og fékk
ég þann heiður að fá að vera á forsíðunni. Fyrir um 2 mánuðum eða í vikunni
áður en ég fór til Úkraínu fór ég til Brynjars ljósmyndara hjá Panorama í töku
fyrir blaðið. Frábær ljósmyndari og virkilega gaman að vinna með honum :)
Fyrir um 2 vikum hafði Arnold Björnsson samband við mig til
að fá mig í glamour fitness myndatöku og fórum við í hana í gær með Stílistanum
og yndislegu Nadiu Tamini (Kiss), Silla gerði make upið mitt og var svo
yndisleg að leyfa okkur að mynda heima hjá sér og Guðrún í Kompaníinu gerði
hárið á mér svo ofsa ofsa fínt ! Frábært teymi og virkilega skemmtileg
kvöldstundin í gær!
Fréttatíminn hafði einnig samband við mig og fékk mig í
dálkinn „Í takt við tímann“ sem að kom út í blaðinu í morgun.
Núna er bara afslöppun og ætla ég að kíkja á mótið í kvöld
og sjá alla kroppanna sem eru búnir að vinna fyrir forminu sínu í fleiri fleiri
vikur og fá loksins uppskeruna sína í kvöld! Og ég ætla sko alls ekki að missa
af Röggu taka síðustu skref Íslands í Vaxtarrækt kvenna en sá flokkur er
dottinn út.
Ekki má gleyma kræsingunum sem að bíða mín í frystinum! Nammi
namm ostakökur!! Og auðvitað slátur keppur líka! Jeminn það á eftir að enda með að ef
maður googlar slátur að andlitið mitt poppi upp! Þessar fyrirsagnir jesús
minn! EN þangað til næst! Takk fyrir
lesturinn og eigið frábæra helgi :)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)